Símtal í neyðarlínu varpar ljósi á atburðarásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2024 10:19 Starfsfólk óttaðist að Liam Payne myndi gera sjálfum sér mein vegna ástands hans í gær. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu. Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024 Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Sjá meira
Payne lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Heyra má upptökuna í innslagi Sky News hér fyrir neðan og einnig neðar í fréttinni. Sagður hafa verið undir miklum áhrifum fíkniefna Í símtalinu má heyra yfirmaður í mótttöku hótelsins Casa Sur hringja áhyggjufullur í neyðarlínu. „Við erum með gest sem er gjörsamlega farinn vegna áfengis-og vímuefnaneyslu og þegar hann er með meðvitund þá skemmir hann allt í herberginu sínu.“ Yfirmaðurinn óskar eftir því við starfsmann neyðarlínunnar að aðstoð verði send með hraði. Er hann þá ítrekað spurður að því hvar hótelið sé. „Casa Azul Palermo. Við þurfum að fá einhvern strax því við vitum ekki hvort líf gestsins sé í hættu vegna þess að hann er í herbergi með svölum og við erum hrædd um að hann muni verða sér að voða,“ svarar hótelstarfsmaðurinn þá. Hann er þá spurður að því hve lengi söngvarinn hafi gist á hótelinu og svarar því að hann hafi verið þar í þrjá daga. Þá er hann spurður hvort hann hafi frekari upplýsingar um gestinn en segir svo ekki vera þar sem starfsfólk komist ekki inn á herbergið. Segist starfsmaður neyðarlínunnar að lokum ætla að senda lögreglu með sjúkrabíl og upphefst þá misskilningur þeirra á milli um hvort einungis þurfi sjúkrabíl en yfirmaðurinn bendir honum á að lögregla þurfi að vera með í för þar sem Payne sé undir áhrifum. Chilling 911 hotel call revealed as Liam Payne was ‘behaving erratically' pic.twitter.com/QjI9D8EPqV— The Sun (@TheSun) October 17, 2024
Hollywood Andlát Liam Payne Argentína Bretland Tengdar fréttir Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Sjá meira
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið