Reykjavík er þriðja hávaðamengaðasta flugvallaborg í Evrópu Kristján Vigfússon skrifar 17. október 2024 14:01 Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Fréttir af flugi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Árið 2014 var gefin út skýrsla af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) um hávaða frá flugumferð í Evrópu (EEA, 2014). Í þeirri skýrslu kemur fram að Reykjavík er í þriðja sæti yfir borgir í Evrópu þar sem íbúar verða fyrir mestri hávaðamengun frá flugi. Um var að ræða rannsókn á hljóð- og hávaðamengun vegna flugs í 66 borgum og bæjum með flugvelli í Evrópu. Nánast jöfn í fyrsta sæti eru borgirnar London, Reykjavík og Varna í Búlgaríu. Þessar þrjá borgir bera höfuð og herðar yfir aðrar borgir hvað hávaðamengun yfir L den > 55 dB varðar. Um 25% íbúa í Reykjavík urðu fyrir hávaðatruflunum yfir þessum mörkum en eingöngu um 0,1% íbúa Helskinki og Kaupmannahafnar. Frá árinu 2014 hafa ný hverfi verið byggð upp og þétting byggðar átt sér stað í hverfum nálægt vellinum. Höfuðborgarsvæðið hefur breyst hratt hvað hávaðamengun varðar síðustu ár meðal annars vegna mikillar aukningar á lendingum einkaþotna inn í miðri Reykjavík. En þar eru fyrst og remst á ferðinni auðmenn og forrréttinda fólk sem telur sjálfsagt að raska ró almennings á höfuðborgarsvæðinu fyrir sína eigin sérhagsmuni. Einkaþotur eru oft á tíðum í gangi á flughlaði Isavia án eftirlits niður í 50 m frá íbúðarhúsnæði í allt að 1.5 klst í senn og hávaðinn og eldsneytismengunin slík að börn og ungmenni geta ekki leikið sér á leikvöllum og útivistarsvæðum. Sýnt hefur verið fram á skaðleg áhrif umhverfishávaða á námshæfileika barna m.a vegna hávaðamengunar frá flugi (Hygge o.fl., 2002). Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að áhrifin vegna hávaðamengunar frá flugvélum hafa skaðleg áhrif á bæði heilsu og vitsmunalega hæfileika barna (Stansfeld o.fl., 2005) en fjölmargir leikskólar og skólar eru staðsettir mjög nálægt vellinum og undir flugleiðum. Einkaþotur eru samkvæmt rannsóknum mest mengandi samgöngumáti samtímans (Sobieralski & Mumbower, 2020). Eigendur þessara einkaþotna borga engin gjöld fyrir hávaðamengun eða koltvísýringslosun sem þýðir með öðrum orðum að þeir sem hafa breiðustu bökin og fljúga um í einkaþotum axla enga ábyrgð á sinni eigin mengun og þeirri skerðingu á lífsgæðum sem þeir valda almenningi á höfuðborgarsvæðinu. Fram hefur komið og staðfest af Isavia að stæða gjöld fyrir einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga (Cessna Citation M2) hafi verið 35.485 kr. árið 2022 á sama tíma og fimm daga stæða gjöld fyrir bíl voru 39.000 kr. í bílakjallara á Hafnartorgi. Rannsóknir hafa sýnt að hver farþegi í einkaþotu veldur tíu -til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun á við farþega á áætlunarflugi. Sala á einkaþotum hefur tvöfaldast frá því fyrir Covid. Þessar einkaþotur eru nú með opið lendingarleyfi í miðri Reykjavíkurborg. Stjórnvöld ættu að sýna jákvætt frumkvæði og banna lendingar einkaþotna á Reykjavíkurflugvelli til að bæta hér lífsgæði og lýðheilsu almennings. Höfundur er einn af stofnendum Hljóðmarkar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun