Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2024 15:09 Sigurður Ingi var í Samtalinu hjá Heimi Má nú rétt í þessu. Hann sagði að óróleikinn sem Framsóknarmenn máttu eiga við hafi ekki síður verið þingmönnum Sjálfstæðisflokks að kenna en Vinstri grænum. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira