Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 19:17 Bjarni Benediktsson áður en hann gekk á ríkissráðfundinn. Vísir/Vilhelm Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent