Ljúffeng flensubanasúpa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:01 Linda Ben töfraði fram ljúffenga og matarmikla kjúklingasúpu með núðlum og sprettum. Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð, fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér bera. Þá er fátt betra en að njóta matarmikillar og heitrar súpu til að fá hlýju í kroppinn. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu sem er tilvalin á köldu haustkvöldi. „Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Súpur Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Súpur Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira