Vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 23:21 Tómas Ellert Tómasson er einn af stofnfélögum Miðflokksins og hefur gegnt ýmsum störfum innan hans. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51