Vopnakaup eru landráð Hildur Þórðardóttir skrifar 20. október 2024 21:30 Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð. Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins”. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir fyrir síðustu fjögur ár, heldur hafa þeir lofað framlögum langt fram í tímann og þar með látið undan þrýstingi erlendra afla sem vilja veikja stjórn landsins og ná yfirráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð. Með því að taka beinan þátt í stríði hafa ráðamenn sett okkur á lista yfir óvini Rússlands. Rússland er kjarnorkuveldi og hefur forseti þeirra, Vladimir Pútín, ítrekað hótað að beita kjarnorkuvopnum ef Vesturlönd halda stríðsrekstrinum áfram í Úkraínu. Ísland liggur varnarlaust í Norðurhafi, fámennt og afskekkt og því tilvalið skotmark til að sýna Vesturlöndum að honum sé alvara. Með þessum gjörðum hafa utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll brotið gegn landráðakafla almennu hegningarlaganna þar sem segir: „Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, ... þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Ekki nóg með það heldur sleit utanríkisráðherra öllu sambandi við Rússland með því að vísa rússneska sendiherranum úr landi og kalla heim okkar eiginn frá Rússlandi. Í áratugi áttum við Íslendingar farsælt og gjöfult viðskiptasamband við Rússland sem utanríkisráðherra eyðilagði með gjörðum sínum svo stór fyrirtæki fóru á hausinn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðarinnar og landráð. Samkvæmt 88. gr. sömu laga því þar segir að hver „sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið ... sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum.“ Í 91. gr. hegningarlaganna segir: „Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.” Íslenskir ráðamenn bera ekki hag íslenska ríkisins fyrir brjósti með þessum erlendu samningum um vopnakaup og beina þátttöku í stríðsrekstri, heldur þvert á móti setja þeir okkur í stórhættu og stórskuldir. Þetta eru 16 milljarðar af fé sem Íslendingar eiga ekki einu sinni fyrir, heldur þarf að taka lán hjá aþjóðabönkum sem næstu kynslóðir þurfa að greiða upp með ærnum tilkostnaði. Eru þingmenn sáttir við það? Varnarmálalög nr. 34/2008 taka skýrt fram að valdheimildir íslenskra stjórnvalda lúti eingöngu að varnartengdum verkefnum og öryggi landsins. Þau byggja á því að við séum herlaus þjóð og hlutlaus og ekki vilji til að breyta þeirri staðreynd. Bein þátttaka í stríði og vopnakaup eru ekki heimil. Þessi vopnakaup hafa ekki stuðlað að öryggi landsins eins og áður segir, heldur þvert á móti gert Ísland að hernaðarskotmarki. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og í samningnum er hvergi minnst á að aðildarríki þurfi að reiða af hendi fjármagn til vopnakaupa. Við höfum verið aðilar að samningum í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopnakaupa. Auk þess eru hvorki Úkraína né Rússland aðilar að Atlantshafsbandalaginu og því ber okkur engin skylda að skipta okkur af þessu stríði. Afskipti okkar eru einungis vegna þrýstings frá aðilum innan NATO og hernaðararmi Bandaríkjanna sem vilja knésetja Rússland og eignast auðlindir Úkraínu og eru reiðbúnir að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim tilgangi. Viljum við Íslendingar vera þátttakendur í slíku landráði? Við höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð. Leiðtogafundurinn árið 1986 var sönnun á stefnu landsins, að beita sér frekar í friðarumleitunum en að blanda sér í vopnuð átök. Alla tíð höfum við frekar sent hjúkrunarlið og hjálparstarfsmenn en hermenn eða vopn og þjóðin verið sátt við það. Nú allt í einu hefur ríkisstjórn landsins breytt kúrsi þjóðarskútunnar án þess að spyrja þjóðina. Það er engin réttlæting fyrir þessum vopnakaupum og hernaðarbrölti því ber þingmönnum stjórnskipuleg skylda að umrædd fyrirætlan verði tekið út úr fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Rússland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð. Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins”. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir fyrir síðustu fjögur ár, heldur hafa þeir lofað framlögum langt fram í tímann og þar með látið undan þrýstingi erlendra afla sem vilja veikja stjórn landsins og ná yfirráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð. Með því að taka beinan þátt í stríði hafa ráðamenn sett okkur á lista yfir óvini Rússlands. Rússland er kjarnorkuveldi og hefur forseti þeirra, Vladimir Pútín, ítrekað hótað að beita kjarnorkuvopnum ef Vesturlönd halda stríðsrekstrinum áfram í Úkraínu. Ísland liggur varnarlaust í Norðurhafi, fámennt og afskekkt og því tilvalið skotmark til að sýna Vesturlöndum að honum sé alvara. Með þessum gjörðum hafa utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll brotið gegn landráðakafla almennu hegningarlaganna þar sem segir: „Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, ... þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Ekki nóg með það heldur sleit utanríkisráðherra öllu sambandi við Rússland með því að vísa rússneska sendiherranum úr landi og kalla heim okkar eiginn frá Rússlandi. Í áratugi áttum við Íslendingar farsælt og gjöfult viðskiptasamband við Rússland sem utanríkisráðherra eyðilagði með gjörðum sínum svo stór fyrirtæki fóru á hausinn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðarinnar og landráð. Samkvæmt 88. gr. sömu laga því þar segir að hver „sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið ... sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum.“ Í 91. gr. hegningarlaganna segir: „Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.” Íslenskir ráðamenn bera ekki hag íslenska ríkisins fyrir brjósti með þessum erlendu samningum um vopnakaup og beina þátttöku í stríðsrekstri, heldur þvert á móti setja þeir okkur í stórhættu og stórskuldir. Þetta eru 16 milljarðar af fé sem Íslendingar eiga ekki einu sinni fyrir, heldur þarf að taka lán hjá aþjóðabönkum sem næstu kynslóðir þurfa að greiða upp með ærnum tilkostnaði. Eru þingmenn sáttir við það? Varnarmálalög nr. 34/2008 taka skýrt fram að valdheimildir íslenskra stjórnvalda lúti eingöngu að varnartengdum verkefnum og öryggi landsins. Þau byggja á því að við séum herlaus þjóð og hlutlaus og ekki vilji til að breyta þeirri staðreynd. Bein þátttaka í stríði og vopnakaup eru ekki heimil. Þessi vopnakaup hafa ekki stuðlað að öryggi landsins eins og áður segir, heldur þvert á móti gert Ísland að hernaðarskotmarki. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og í samningnum er hvergi minnst á að aðildarríki þurfi að reiða af hendi fjármagn til vopnakaupa. Við höfum verið aðilar að samningum í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopnakaupa. Auk þess eru hvorki Úkraína né Rússland aðilar að Atlantshafsbandalaginu og því ber okkur engin skylda að skipta okkur af þessu stríði. Afskipti okkar eru einungis vegna þrýstings frá aðilum innan NATO og hernaðararmi Bandaríkjanna sem vilja knésetja Rússland og eignast auðlindir Úkraínu og eru reiðbúnir að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim tilgangi. Viljum við Íslendingar vera þátttakendur í slíku landráði? Við höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð. Leiðtogafundurinn árið 1986 var sönnun á stefnu landsins, að beita sér frekar í friðarumleitunum en að blanda sér í vopnuð átök. Alla tíð höfum við frekar sent hjúkrunarlið og hjálparstarfsmenn en hermenn eða vopn og þjóðin verið sátt við það. Nú allt í einu hefur ríkisstjórn landsins breytt kúrsi þjóðarskútunnar án þess að spyrja þjóðina. Það er engin réttlæting fyrir þessum vopnakaupum og hernaðarbrölti því ber þingmönnum stjórnskipuleg skylda að umrædd fyrirætlan verði tekið út úr fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Höfundur er rithöfundur.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun