„Hlaup er stækkandi íþrótt í heiminum og hlaupa myndir og þættir eru mjög vinsælir út um allan heim,“ sagði Garpur í viðtali við Vísi um myndina.
Horfa má á myndina í heild sinni hér:
Þá sagði hann að þó að á Íslandi sé minni markhópur sé áhuginn á hlaupum alltaf að aukast hérlendis og nefnir bakgarðshlaupin sem dæmi. Þar hefur Garpur verið í beinni útsendingu á Vísi og lýst hlaupunum.
„Þessi utanvegahlaup okkar eru hrikalega krefjandi og um leið búum við á einu fallegasta landi í heimi. Þannig ég hugsaði bara að það væri kjörið að sameina áhugavert fólk, krefjandi áskoranir og fallega landið okkar saman í eina mynd.“
Frumsýningargestir virtust afar hrifnir og risu úr sætum með tilheyrandi lófaklappi að sýningu lokinni.
Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum.







