Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2024 07:28 Reykur stígur til himins eftir árás Ísrael á Dahiyeh í suðurhluta Beirút. AP/Bilal Hussein Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. Ákvörðun virðist hafa verið tekin um rýminguna jafnvel þótt Ísraelsmenn segðust ekki myndu gera árásir á sjúkrahúsið. Fadi Alame, framkvæmdastjóri Sahel, segir fullyrðingar Ísrael um fjársjóðsgeymsluna ósannar. Ísraelsmenn hafa ekki birt sönnunargögn máli sínu til stuðnings en birtu teikningar af byrginu, sem þeir segja áður hafa verið notað til að fela Hassan Nasrallah, fyrrum leiðtoga Hezbollah. Þeir hafa hvatt yfirvöld í Líbanon til að leggja hald á fjármunina, sem þeir segja Hezbollah hafa stolið frá íbúum Líbanon. Ísraelsmenn gerðu árásir á Beirút í gær, eftir að hafa gefið út viðvaranir til íbúa. Að minnsta kosti fjórir létust, þar af eitt barn, og 24 særðust í sprengingu við Rafik Hariri-sjúkrahúsið, sem er stærsta ríkisrekna sjúkrahúsið í Líbanon. Það er sagt hafa orðið fyrir verulegum skemmdum en er enn starfhæft og tók á móti slösuðum í gær. Yfirvöld í Ísrael sögðust í gær hafa gert árásir á um 300 skotmörk Hezbollah á 24 klukkustundum. Þá var fjölda eldflauga og dróna skotið á loft frá Líbanon og í átt að Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Ísrael, í sína elleftu heimsókn frá því að Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október 2023. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Ákvörðun virðist hafa verið tekin um rýminguna jafnvel þótt Ísraelsmenn segðust ekki myndu gera árásir á sjúkrahúsið. Fadi Alame, framkvæmdastjóri Sahel, segir fullyrðingar Ísrael um fjársjóðsgeymsluna ósannar. Ísraelsmenn hafa ekki birt sönnunargögn máli sínu til stuðnings en birtu teikningar af byrginu, sem þeir segja áður hafa verið notað til að fela Hassan Nasrallah, fyrrum leiðtoga Hezbollah. Þeir hafa hvatt yfirvöld í Líbanon til að leggja hald á fjármunina, sem þeir segja Hezbollah hafa stolið frá íbúum Líbanon. Ísraelsmenn gerðu árásir á Beirút í gær, eftir að hafa gefið út viðvaranir til íbúa. Að minnsta kosti fjórir létust, þar af eitt barn, og 24 særðust í sprengingu við Rafik Hariri-sjúkrahúsið, sem er stærsta ríkisrekna sjúkrahúsið í Líbanon. Það er sagt hafa orðið fyrir verulegum skemmdum en er enn starfhæft og tók á móti slösuðum í gær. Yfirvöld í Ísrael sögðust í gær hafa gert árásir á um 300 skotmörk Hezbollah á 24 klukkustundum. Þá var fjölda eldflauga og dróna skotið á loft frá Líbanon og í átt að Ísrael. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Ísrael, í sína elleftu heimsókn frá því að Hamas gerðu árás á Ísrael 7. október 2023.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira