Spennulosun á laugardag Bjarki Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kynna öll lista úr sínum flokkum á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Rúm vika er í að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að tilkynna framboðslista sína. Búið er að tilkynna nokkra lista og nokkrir búnir að tilkynna hverjir leiða flokkana inn í kosningarnar. Helstu tíðindi dagsins eru að Jón Gnarr mun ekki leiða Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna líkt og hann sóttist eftir. Oddvitar flokksins í síðustu kosningum munu leiða þar á ný og segist Jón vera sáttur með sitt hlutskipti. Í dag ætlar Viðreisn að kynna lista í Norðvesturkjördæmi, sem og Vinstri græn á Suðurlandi og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar kynnir efstu þrjá í öllum kjördæmum. Á morgun kynnir Viðreisn lista í Reykjavík og Suðurkjördæmi og á föstudaginn kynnir Framsókn sinn fyrsta lista, í Norðvesturkjördæmi. Rest frá þeim kemur á laugardaginn, en laugardagurinn virðist ætla að vera stór dagur. Þá kynnir Samfylkingin alla sína lista, Viðreisn kynnir lista í Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi, og VG í Norðaustur. Það liggur ekki fyrir hvenær Sjálfstæðismenn kynna lista í Reykjavíkurkjördæmunum en búast má við að listinn í Suðvesturkjördæmi verði kynntur á morgun eftir fund kjördæmisráðs. Listarnir eru í vinnslu hjá Miðflokksmönnum sem gefa lítið upp og Sósíalistar ætla að kynna lista um leið og þeir eru tilbúnir. Píratar vinna í sínum listum og gera má ráð fyrir þeim á næstu dögum. Flokkur fólksins kynnir sína lista að öllum líkindum sama dag og framboðslistarnir verða sendir inn, fimmtudaginn í næstu viku, 31. október. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á [email protected]. 17. október 2024 15:25 Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40 Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Rúm vika er í að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að tilkynna framboðslista sína. Búið er að tilkynna nokkra lista og nokkrir búnir að tilkynna hverjir leiða flokkana inn í kosningarnar. Helstu tíðindi dagsins eru að Jón Gnarr mun ekki leiða Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna líkt og hann sóttist eftir. Oddvitar flokksins í síðustu kosningum munu leiða þar á ný og segist Jón vera sáttur með sitt hlutskipti. Í dag ætlar Viðreisn að kynna lista í Norðvesturkjördæmi, sem og Vinstri græn á Suðurlandi og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar kynnir efstu þrjá í öllum kjördæmum. Á morgun kynnir Viðreisn lista í Reykjavík og Suðurkjördæmi og á föstudaginn kynnir Framsókn sinn fyrsta lista, í Norðvesturkjördæmi. Rest frá þeim kemur á laugardaginn, en laugardagurinn virðist ætla að vera stór dagur. Þá kynnir Samfylkingin alla sína lista, Viðreisn kynnir lista í Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi, og VG í Norðaustur. Það liggur ekki fyrir hvenær Sjálfstæðismenn kynna lista í Reykjavíkurkjördæmunum en búast má við að listinn í Suðvesturkjördæmi verði kynntur á morgun eftir fund kjördæmisráðs. Listarnir eru í vinnslu hjá Miðflokksmönnum sem gefa lítið upp og Sósíalistar ætla að kynna lista um leið og þeir eru tilbúnir. Píratar vinna í sínum listum og gera má ráð fyrir þeim á næstu dögum. Flokkur fólksins kynnir sína lista að öllum líkindum sama dag og framboðslistarnir verða sendir inn, fimmtudaginn í næstu viku, 31. október.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á [email protected]. 17. október 2024 15:25 Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40 Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á [email protected]. 17. október 2024 15:25
Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40
Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19