Í tilkynningunni kemur fram að búið er að ráðstafa öllum 250 miðum Breiðabliks fyrir stórleik Víkings og Breiðabliks næsta sunnudag.
Miðarnir fóru til nánustu aðstandenda leikmanna og þjálfara, launaðs og ólaunaðs starfsfólks félagsins og stuðningsmannasveitar.
Blikaklúbbsmeðlimir, Afreks Blikar og árskortahafar fá upplýsingar í tölvupósti um hvernig þau geta óskað eftir miðum á leikinn. Dregið verður úr þeim aðilum sem óska eftir miðum og er einn miði á mann. Þessir aðilar fá staðfest á morgun, fimmtudag hvort þau fái miða.
Ljóst er að margfalt færri komast að en vilja en Breiðablik segir frá því í frétt sinni að félagið verður með áhorfs partý á leikdegi. Nánari upplýsingar og útfærslu á því koma síðar.