María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 20:37 María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, og kveðst spennt fyrir komandi kosningabaráttu. Viðreisn María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. Í öðru sæti listans er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Í tilkynningu um listann er haft eftir Maríu að hún sé stolt af því að leiða listann. Hún hlakki til komandi kosningabaráttur. „Við teflum fram glæsilegum lista. Hann er stútfullur af reynslumiklu og björtu fólki sem þekkir hvern krók og kima kjördæmisins. Hjarta mitt slær fyrir Norðvesturkjördæmi og ég hlakka til að hitta fólk og heyra hvað það er sem því liggur á hjarta. Ég hef öðlast mikla reynslu á síðustu árum bæði sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar og sem varaþingmaður,“ er haft eftir Maríu Rut. „Stóra verkefnið fram undan er að létta fólki róðurinn. Bæði hvað varðar efnahagsástandið en einnig þegar kemur að andlegri líðan. Í Norðvesturkjördæmi er einnig mikið ákall um bættar samgöngur, atvinnuuppbyggingu og þjónustu. Þar er verk að vinna og við erum svo sannarlega tilbúin að hefjast handa.“ Listinn í heild sinni er eftirfarandi: 1. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Flateyri 2. Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Akranesi 3. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar. Stykkishólmi 4. Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Ísafirði 5. Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli. Akranesi 6. Alexander Aron Guðjónsson, Lýsingahönnuður og rafvirki. Akranesi 7. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri. Patreksfirði 8. Magnús Einar Magnússon, stálsmíðameistari. Flateyri 9. Maggý Hrönn Hermannsdóttir, kennari á eftirlaunum. Ólafsvík 10. Sigþór Snorrason, kennari. Ísafirði 11. Alma Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks. Blönduósi 12. Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur. Borgarnesi 13. Sunna Gylfadóttir, kennari. Varmahlíð 14. Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Reykjavík Viðreisn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í öðru sæti listans er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Í tilkynningu um listann er haft eftir Maríu að hún sé stolt af því að leiða listann. Hún hlakki til komandi kosningabaráttur. „Við teflum fram glæsilegum lista. Hann er stútfullur af reynslumiklu og björtu fólki sem þekkir hvern krók og kima kjördæmisins. Hjarta mitt slær fyrir Norðvesturkjördæmi og ég hlakka til að hitta fólk og heyra hvað það er sem því liggur á hjarta. Ég hef öðlast mikla reynslu á síðustu árum bæði sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar og sem varaþingmaður,“ er haft eftir Maríu Rut. „Stóra verkefnið fram undan er að létta fólki róðurinn. Bæði hvað varðar efnahagsástandið en einnig þegar kemur að andlegri líðan. Í Norðvesturkjördæmi er einnig mikið ákall um bættar samgöngur, atvinnuuppbyggingu og þjónustu. Þar er verk að vinna og við erum svo sannarlega tilbúin að hefjast handa.“ Listinn í heild sinni er eftirfarandi: 1. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Flateyri 2. Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Akranesi 3. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar. Stykkishólmi 4. Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Ísafirði 5. Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli. Akranesi 6. Alexander Aron Guðjónsson, Lýsingahönnuður og rafvirki. Akranesi 7. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri. Patreksfirði 8. Magnús Einar Magnússon, stálsmíðameistari. Flateyri 9. Maggý Hrönn Hermannsdóttir, kennari á eftirlaunum. Ólafsvík 10. Sigþór Snorrason, kennari. Ísafirði 11. Alma Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks. Blönduósi 12. Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur. Borgarnesi 13. Sunna Gylfadóttir, kennari. Varmahlíð 14. Sigurbjörn Sveinsson, læknir. Reykjavík
Viðreisn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira