Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 09:17 Jón Gunnarsson ætlar að fara inn í matvælaráðuneytið og ganga frá málum sem hann segir vinstri græn hafa vanrækt. Fulltrúar sjávarútvegs, bænda og garðyrkjubænda hafi þegar sett sig í samband við hann eftir að spurðist að hann yrði fulltrúi ráðherra þar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jón, sem tekur fimmta sæti á listanum í Suðvesturkjördæmi, að koma þyrfti fjölda mála í höfn sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hefðu vanrækt. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Jón svaraði því ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur á þeim rúma mánuði sem er til kosninga í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vissi ekki hvort að einhverjar umsóknir um hvalveiðar lægju fyrir í ráðuneytinu en ráðherra bæri skylda til þess að afgreiða þær umsóknir samkvæmt lögum. „Við munum bara skoða það. Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigi ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Ekkert eitt mál væri í forgangi hjá honum í ráðuneytinu en hvalveiðar væru klárlega eitt þeirra mála sem yrði skoðað ef umsóknir kæmu fram. Augljóst að vinstri græn séu á móti verðmætasköpun Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Miðflokkur og Lýðræðisflokkur höfðu samband Varðandi framboðsmál sín sagðist Jón hafa fengið símtöl og skilaboð frá öðrum flokkum, meðal annars Miðflokki og Lýðræðisflokki, eftir að hann varð undir í samkeppni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, varaformann flokksins, um annað sætið í Suðvesturkjördæmi á sunnudag. Hann hefði ekki svarað því hann vissi hvert erindi þeirra væri. Aldrei hefði komið til greina að hann byði sig fram fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Gaf hann lítið fyrir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins flyðu nú yfir til Miðflokksins því þeir teldu síðarnefnda flokkinn fylgja betur sjálfstæðisstefnunni. „Þeir tala hátt,“ sagði Jón um miðflokksmenn en rifjaði jafnframt upp að þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru saman í ríkisstjórn frá 2013 til 2016 hafi þeir Sigmundur átt í stöðugri baráttu um orkumál. Gaf Jón í skyn að vandamál í orkumálum nú hefðu getað verið leyst ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Sigmundar á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jón, sem tekur fimmta sæti á listanum í Suðvesturkjördæmi, að koma þyrfti fjölda mála í höfn sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hefðu vanrækt. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Jón svaraði því ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur á þeim rúma mánuði sem er til kosninga í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vissi ekki hvort að einhverjar umsóknir um hvalveiðar lægju fyrir í ráðuneytinu en ráðherra bæri skylda til þess að afgreiða þær umsóknir samkvæmt lögum. „Við munum bara skoða það. Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigi ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Ekkert eitt mál væri í forgangi hjá honum í ráðuneytinu en hvalveiðar væru klárlega eitt þeirra mála sem yrði skoðað ef umsóknir kæmu fram. Augljóst að vinstri græn séu á móti verðmætasköpun Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Miðflokkur og Lýðræðisflokkur höfðu samband Varðandi framboðsmál sín sagðist Jón hafa fengið símtöl og skilaboð frá öðrum flokkum, meðal annars Miðflokki og Lýðræðisflokki, eftir að hann varð undir í samkeppni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, varaformann flokksins, um annað sætið í Suðvesturkjördæmi á sunnudag. Hann hefði ekki svarað því hann vissi hvert erindi þeirra væri. Aldrei hefði komið til greina að hann byði sig fram fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Gaf hann lítið fyrir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins flyðu nú yfir til Miðflokksins því þeir teldu síðarnefnda flokkinn fylgja betur sjálfstæðisstefnunni. „Þeir tala hátt,“ sagði Jón um miðflokksmenn en rifjaði jafnframt upp að þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru saman í ríkisstjórn frá 2013 til 2016 hafi þeir Sigmundur átt í stöðugri baráttu um orkumál. Gaf Jón í skyn að vandamál í orkumálum nú hefðu getað verið leyst ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Sigmundar á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira