Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 19:39 Mikill öryggisviðbúnaður var einnig í Reykjavík í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu í fyrravor. Visir/Vilhelm Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“ Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Götulokanir taka gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í fyrramálið og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum. „Það er helst seinni partinn á morgun, mánudag og aðeins fyrri hluta dags á þriðjudag þá mega borgarar búast við því að það verði einhverjar umferðartafir á meðan við förum með fylgdina um borgina. En við reynum nú að takmarka það eins og hægt er og ég myndi segja að það ætti ekki að valda verulegum töfum en við biðjum um skilning borgara rétt á meðan það er að eiga sér stað. Þetta er yfirleitt ekki langur tími í senn,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann bendir á að nánari upplýsingar um götulokanir og önnur áhrif fundarins á almenning sé að finna á island.is. Um þrjú hundruð lögreglumenn verða að störfum í tengslum við viðburðinn, en koma Úkraínuforseta kallar einnig á sérstakar ráðstafanir. „Hann kallar á alveg sér ráðstafanir sem við höfum unnið með með hans öryggisteymi í nokkrar vikur. En það er eðlilega talsverðar öryggiskröfur sem hafa fylgt hans lífi síðan að innrásin var gerð,“ segir Karl Steinar. Viðbúið er að almenningur geti orðið var við vopnaða lögreglumenn í borginni og á þeim stöðum sem leiðtogafundir fara fram. „Hluti af þeim lögreglumönnum sem starfa við öryggisgæsluna tengt þessu eru vopnaðir. Það þýðir það ekki að allir lögreglumenn í borginni séu vopnaðir, en þeir sem að sinna sérstaklega öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og í tengslum við þá gesti sem eru að koma hingað. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Á varðbergi vegna netöryggis Mesta hættan sem stafar að Íslandi í tengslum við þingið felst í aukinni netöryggisógn að sögn Karls Steinars. „Við teljum að það sé mesta hættan sem að sé hér og við fundum nú aðeins fyrir því á meðan leiðtogafundurinn var og það er nú kannski það sem að við erum líka að undirbúa okkur fyrir. Það er hluti af þeim öryggisatriðum sem við erum búin að vera að undirbúa það tengist netöryggi,“ segir Karl Steinar. Almenningur og fyrirtæki ættu einnig að vera á varðbergi hvað það varðar. „Það má alveg búast við því og þær stofnanir hjá okkur sem koma mest að því þær hafa þegar verið að undirbúa viðbrögð því tengt.“
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Norðurlandaráð Reykjavík Utanríkismál Úkraína Netöryggi Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira