Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 08:50 Það var ekki bjart yfir Shigeru Ishiba forsætisráðherra Japans þegar hann ræddi við blaðamenn um úrslit þingkosninganna í gær. AP/Kyodo News Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Frjálslyndi lýðræðisflokkur (LDP), sem hefur verið við völd nánast óslitið frá 1955, hefur átt í vök að verjast vegna fjármálahneykslismála undanfarið. Hneykslið er talið ástæða þess að samsteypustjórn Ishiba og Komeito-flokksins tapaði 64 þingsætum og meirihluta í neðri deild japanska þingsins í kosningunum um helgina. Það eru verstu úrslit stjórnarinnar frá því að hún tapaði völdum til skamms tíma árið 2009, að sögn AP-fréttastofunnar. Úrslitin gætu þvingað Ishiba til þess að finna þriðja flokkinn til að taka inn í samsteypustjórnina. Hann segir að LDP ætli áfram að leiða samsteypustjórn og sé opinn fyrir því að vinna með stjórnarandstöðuflokkum. „Til þessa hafa úrslitin verið afar slæm og við tökum þeim mjög alvarlega. Ég tel að kjósendur séu að segja okkur að líta meira inn á við og að verða flokkur sem uppfyllir væntingar þeirra,“ sagði Ishiba við ríkisútvarpið NHK í gærkvöldi. Ishiba tók við embætti forsætisráðherra 1. október og boðaði strax til kosningana í von um að endurnýja umboð stjórnarinnar eftir að Fumio Kishida, forvera hans í embætti, mistókst að lægja öldurnar eftir hneykslismálin. Hátt settir þingmenn og ráðherrar frá LDP urðu uppvísir að því að stinga undan ágóða úr fjáröflun flokksins. Í sumum tilfellum fengu fulltrúar flokksins jafnvirði milljóna króna í eigin vasa án þessa að greiða af þeim skatt. Þessar leynilegu og ólöglegu sporslur mæltust sérstaklega illa fyrir hjá almenningi sem glímir nú við verðbólgu, dýrtíð og stöðnuð laun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Japan Tengdar fréttir Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. 30. september 2024 07:40
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52