Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 13:36 Ruud van Nistelrooy gæti mögulega tryggt sér starfið til frambúðar ef hann stendur sig sem tímabundinn stjóri Manchester United. Getty/John Walton Manchester United er nú í leit að nýjum knattspyrnustjóra til frambúðar, eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag fékk að vita það í morgun að hann hefði verið rekinn. Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi.
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira