„Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2024 21:34 Dagur B. Eggertsson er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins leiðir listann. Vísir/Einar „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta,“ sagði Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis, um skilaboð sem formaður flokks hans sendi, þar sem hún virtist hvetja kjósanda til að strika nafn Dags út af lista í komandi kosningum. Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu um helgina hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. Þar sagði hún að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Sammála um að skilaboðin séu óheppileg „Mér fannst það nú breyta samhenginu að þetta væru einhver persónuleg skilaboð sem var síðan lekið. Það sem skiptir mig kannski mestu er að við Kristrún hittumst í gær og áttum bara einlægt og gott samtal um þetta. Við erum samherjar, skildum sátt, snúum bökum saman, þannig að þessu máli er bara lokið af minni hálfu,“ sagði Dagur í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Degi eftir að málið kom upp, en án árangurs. Í viðtalinu sagði Dagur að segja mætti að Kristrún hefði beðið hann afsökunar, þau væru í það minnsta sammála um að málið væri ekki heppilegt. „Ég hef auðvitað fundið það að það brá fleirum en mér og verð reyndar kannski bara að þakka fyrir gríðarlega mikið af skilaboðum, stuðningi og öðru slíku. En mér finnst svolítið mikilvægt að segja við það fólk, og eiginlega alla: Nú finnst mér rosalega mikilvægt að missa ekki taktinn eða dampinn út af einhverju svona, heldur að allir sem vettlingi geta valdið leggist með okkur á árarnar. Fram undan eru rosalega mikilvægar kosningar, það er mjög stutt í það.“ Gjaldið sem maður greiðir fyrir að halda Sjálfstæðisflokki frá völdum Dagur sagðist eiga auðvelt með að setja mál sem þetta í baksýnisspegilinn, ef hann fyndi fyrir einlægni og trausti. Að hans mati skipti mestu máli að fá nýja ríkisstjórn. „Að við fáum áherslu á heilbrigðismál, við fáum lægri vexti, við fáum í raun meira afkomuöryggi fyrir fólk og áherslu á norræna velferð. Það eru svona mín skilaboð, ég átta mig á að einhverjir eru kannski að bíða eftir einhverri meiri dramatík frá mér, en ég er ekki alveg sá maður. Ég er meiri maður sátta, samstöðu og árangurs í pólitík.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í um tíu ár með hléi, en sat óslitið frá júní 2014 og þar til í janúar á þessu ári. Hann var spurður hvort hann væri mögulega of umdeildur til að taka þátt í þeim breytingum sem Kristrún Frostadóttir formaður væri að reyna að ná fram á flokknum. Hann sagðist hafa leitt hugann að því áður en hann bauð sig fram, og sagði Kristrúnu og fleiri hafa unnið stórmerkilegt starf innan flokksins. „Það má kannski segja að það sem þarna er verið að gera er dálítið svipað og okkur hefur tekist í borginni. Við erum að höfða til stærri, breiðari hóps, fólks sem kýs ekki Samfylkinguna alltaf til Alþingis. Ég hef auðvitað horfst í augu við það að ef þú heldur Sjálfstæðisflokknum frá völdum í 15 ár, þá er gjaldið sem þú greiðir að þú verður umdeildur, hvort sem þér líkar betur eða verr,“ sagði Dagur. Ekki á ráðherrabuxunum Líkt og áður kom fram sagði Kristrún í skeytinu umrædda að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Hann segist ekki hafa gert neina kröfu um slíkt. „Ekki það að mér finnist þessi tímapunktur í kosningabaráttunni eitthvað til þess að úthluta einhverjum sætum. Fyrst eigum við að kjósa, svo eigum við að mynda ríkisstjórn og síðan skipta verkum,“ sagði Dagur. Hann sé í framboði til að styðja þá sem fyrir séu á fleti, nýja kynslóð og nýja forystu. „En líka til þess að fylkja fólki sem hefur stutt mig, langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar, á bak við flokkinn í þessum kosningum og leggja gott til. Ég get vel hugsað mér að kynnast þinginu og vinnubrögðunum þar, og leggja lið þar. Ég er ekki í framboði til ráðherra, ég er ekki í framboði til formanns Samfylkingarinnar, ég er í framboði til Alþingis og ástæðan er sú á þessum tímapunkti að þetta eru svo mikilvægar kosningar.“ Hann telji að mögulega haldi fólk að jafn reynslumikill stjórnmálamaður og hann, sem nú stigi inn á svið landsmálanna, sé „á ráðherrabuxunum“, eins og hann orðar það. „Ég er það ekki, ég er bara ekki þannig manneskja. Ég vinn ekki þannig í pólitík. Ef það kemur þá kemur það, en eitt skref í einu.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu um helgina hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. Þar sagði hún að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Sammála um að skilaboðin séu óheppileg „Mér fannst það nú breyta samhenginu að þetta væru einhver persónuleg skilaboð sem var síðan lekið. Það sem skiptir mig kannski mestu er að við Kristrún hittumst í gær og áttum bara einlægt og gott samtal um þetta. Við erum samherjar, skildum sátt, snúum bökum saman, þannig að þessu máli er bara lokið af minni hálfu,“ sagði Dagur í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í kvöld. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Degi eftir að málið kom upp, en án árangurs. Í viðtalinu sagði Dagur að segja mætti að Kristrún hefði beðið hann afsökunar, þau væru í það minnsta sammála um að málið væri ekki heppilegt. „Ég hef auðvitað fundið það að það brá fleirum en mér og verð reyndar kannski bara að þakka fyrir gríðarlega mikið af skilaboðum, stuðningi og öðru slíku. En mér finnst svolítið mikilvægt að segja við það fólk, og eiginlega alla: Nú finnst mér rosalega mikilvægt að missa ekki taktinn eða dampinn út af einhverju svona, heldur að allir sem vettlingi geta valdið leggist með okkur á árarnar. Fram undan eru rosalega mikilvægar kosningar, það er mjög stutt í það.“ Gjaldið sem maður greiðir fyrir að halda Sjálfstæðisflokki frá völdum Dagur sagðist eiga auðvelt með að setja mál sem þetta í baksýnisspegilinn, ef hann fyndi fyrir einlægni og trausti. Að hans mati skipti mestu máli að fá nýja ríkisstjórn. „Að við fáum áherslu á heilbrigðismál, við fáum lægri vexti, við fáum í raun meira afkomuöryggi fyrir fólk og áherslu á norræna velferð. Það eru svona mín skilaboð, ég átta mig á að einhverjir eru kannski að bíða eftir einhverri meiri dramatík frá mér, en ég er ekki alveg sá maður. Ég er meiri maður sátta, samstöðu og árangurs í pólitík.“ Dagur hefur verið borgarstjóri í um tíu ár með hléi, en sat óslitið frá júní 2014 og þar til í janúar á þessu ári. Hann var spurður hvort hann væri mögulega of umdeildur til að taka þátt í þeim breytingum sem Kristrún Frostadóttir formaður væri að reyna að ná fram á flokknum. Hann sagðist hafa leitt hugann að því áður en hann bauð sig fram, og sagði Kristrúnu og fleiri hafa unnið stórmerkilegt starf innan flokksins. „Það má kannski segja að það sem þarna er verið að gera er dálítið svipað og okkur hefur tekist í borginni. Við erum að höfða til stærri, breiðari hóps, fólks sem kýs ekki Samfylkinguna alltaf til Alþingis. Ég hef auðvitað horfst í augu við það að ef þú heldur Sjálfstæðisflokknum frá völdum í 15 ár, þá er gjaldið sem þú greiðir að þú verður umdeildur, hvort sem þér líkar betur eða verr,“ sagði Dagur. Ekki á ráðherrabuxunum Líkt og áður kom fram sagði Kristrún í skeytinu umrædda að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Hann segist ekki hafa gert neina kröfu um slíkt. „Ekki það að mér finnist þessi tímapunktur í kosningabaráttunni eitthvað til þess að úthluta einhverjum sætum. Fyrst eigum við að kjósa, svo eigum við að mynda ríkisstjórn og síðan skipta verkum,“ sagði Dagur. Hann sé í framboði til að styðja þá sem fyrir séu á fleti, nýja kynslóð og nýja forystu. „En líka til þess að fylkja fólki sem hefur stutt mig, langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar, á bak við flokkinn í þessum kosningum og leggja gott til. Ég get vel hugsað mér að kynnast þinginu og vinnubrögðunum þar, og leggja lið þar. Ég er ekki í framboði til ráðherra, ég er ekki í framboði til formanns Samfylkingarinnar, ég er í framboði til Alþingis og ástæðan er sú á þessum tímapunkti að þetta eru svo mikilvægar kosningar.“ Hann telji að mögulega haldi fólk að jafn reynslumikill stjórnmálamaður og hann, sem nú stigi inn á svið landsmálanna, sé „á ráðherrabuxunum“, eins og hann orðar það. „Ég er það ekki, ég er bara ekki þannig manneskja. Ég vinn ekki þannig í pólitík. Ef það kemur þá kemur það, en eitt skref í einu.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira