„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 13:01 Jón Ingi Sveinsson hélt blaði fyrir andliti sínu við upphaf aðalmeðferðarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Í gær gaf Jón Ingi skýrslu varðandi meinta skipulagða brotastarfsemi sem snerist um sölu og dreifingu fíkniefna sem mun hafa verið í gangi frá síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Í dag var hann spurður út í tvo ákæruliði sem báðir varða skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Kom af fjöllum „Ég hafna þessu algjörlega,“ sagði Jón Ingi, klæddur í svarta Real Madrid-treyju, þegar hann var spurður út í fyrri ákæruliðinn af áðurnefndum tveimur. „Ég veit ekkert um þessa peninga. Ég kem alveg af fjöllum.“ Í ákæruliðnum er honum og Pétri Þór Elíassyni gefið að sök að hafa í vörslum sínum tæplega 12,4 milljónir króna í reiðufé sem hafi verið ávinningur skipulagðrar brotastarfsemi. Jón Ingi er sagður hafa afhent öðrum sakborningi málsins peninginn á heimili sínu í Reykjavík. Sá sakborningur hafi síðan farið með peninginn á bifreiðaverkstæði Péturs og afhent Pétri þá. Hann hafi síðan daginn eftir afhent peninga enn öðrum sakborningnum, en lögregla stöðvaði lögregla akstur hans. „Veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Að sögn Jóns Inga var sakborningurinn sem sótti peningana nágranni hans, og hafði jafnframt verið með honum á sjó. Sakborningurinn hafi komið nokkrum sinnum heim til hans, en Jón Ingi kannast ekki við að hafa gefið honum poka eða að hann hafi verið að gera eitthvað fyrir hann. Sá sakborningur mun hafa sagt við lögreglu að hann hafi tekið við peningunum frá Jóni Inga. „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt,“ sagði Jón Ingi. „Við vorum alveg félagar. Ég veit ekki af hverju hann ætti að segja að ég hafi rétt honum einhvern poka.“ Hann sagði að honum þætti þetta mál ofboðslega langsótt. Miðað við lýsingarnar hafi tólf milljónir verið geymdar um nótt á bifreiðaverkstæði, sem Jóni þyki sérkennilegt og hæpið „Mér finnst þetta svo skrýtið. Og það er skrýtið að bendla mig við þetta allt.“ „Ekki ég í þessu símtali“ Hinn ákæruliðurinn sem Jón Ingi var spurður út í var að mörgu leyti svipaður, en hann varðar tæplega 16,2 milljónir króna og flutning á peningunum um höfuðborgarsvæðið. Karl Ingi Vilbergsson vísaði til hljóðritaðs símtals þegar hann spurði Jón Inga út í málið. „Þetta er ekki ég í þessu símtali,“ sagði hann og bætti síðan við að hann gæti fullyrt það. Hann var spurður út í að hinn sakborningurinn hefði komið heim til hans. Jón Ingi sagði það vel geta passað. Sakborningurinn hafi stundum komið til hans, borðað langloku, drukkið kaffi og farið svo. „Hann var með bréfpoka með sér?“ spurði Karl Ingi. „Ætli það hafi ekki bara verið samloka?“ svaraði Jón Ingi. „Það er ekkert óeðlilegt að hann hafi komið heim til mín,“ sagði Jón Ingi sem gagnrýndi lögregluna. „Mér finnst löggan vera að reyna að setja mig í þetta hlutverk, og henni langar það svo rosalega mikið.“ Há en ekki óeðlileg upphæð Jafnframt gagnrýndi Jón Ingi að rúmlega 24 þúsund evrur sem væru í hans eigu hefðu verið gerðar upptækar af lögreglu. Hann sagðist hafa aflað þeirra með því að þjónusta erlenda laxveiðimenn víða um land, og fyrir það hefði hann fengið greitt í evrum því hann væri ekki með posa. Hann útskýrði að hann væri að leigja þessum mönnum búnað, kaupa mat handa þeim og áfengi. Jón Ingi sagðist hafa gert grein fyrir þessum tekjum í skattframtali. „Þetta er há upphæð, ég veit það, en þetta er ekki óeðlileg upphæð.“ Mikið að gera á verkstæðinu Pétur gaf einnig sína aðra skýrslu í dag. Hann var spurður út í meint peningaþvætti sem líkt og áður segir tengdist bílaverkstæði hans. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann hafi verið á vettvangi þegar peningurinn kom á verkstæðið. Það væri vegna þess að þegar hann væri að vinna væri mikið að gera hjá honum, og stundum væri hann ekki á sjálfu verkstæðinu heldur að sækja varahluti úti í bæ. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Í gær gaf Jón Ingi skýrslu varðandi meinta skipulagða brotastarfsemi sem snerist um sölu og dreifingu fíkniefna sem mun hafa verið í gangi frá síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Í dag var hann spurður út í tvo ákæruliði sem báðir varða skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Kom af fjöllum „Ég hafna þessu algjörlega,“ sagði Jón Ingi, klæddur í svarta Real Madrid-treyju, þegar hann var spurður út í fyrri ákæruliðinn af áðurnefndum tveimur. „Ég veit ekkert um þessa peninga. Ég kem alveg af fjöllum.“ Í ákæruliðnum er honum og Pétri Þór Elíassyni gefið að sök að hafa í vörslum sínum tæplega 12,4 milljónir króna í reiðufé sem hafi verið ávinningur skipulagðrar brotastarfsemi. Jón Ingi er sagður hafa afhent öðrum sakborningi málsins peninginn á heimili sínu í Reykjavík. Sá sakborningur hafi síðan farið með peninginn á bifreiðaverkstæði Péturs og afhent Pétri þá. Hann hafi síðan daginn eftir afhent peninga enn öðrum sakborningnum, en lögregla stöðvaði lögregla akstur hans. „Veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Að sögn Jóns Inga var sakborningurinn sem sótti peningana nágranni hans, og hafði jafnframt verið með honum á sjó. Sakborningurinn hafi komið nokkrum sinnum heim til hans, en Jón Ingi kannast ekki við að hafa gefið honum poka eða að hann hafi verið að gera eitthvað fyrir hann. Sá sakborningur mun hafa sagt við lögreglu að hann hafi tekið við peningunum frá Jóni Inga. „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt,“ sagði Jón Ingi. „Við vorum alveg félagar. Ég veit ekki af hverju hann ætti að segja að ég hafi rétt honum einhvern poka.“ Hann sagði að honum þætti þetta mál ofboðslega langsótt. Miðað við lýsingarnar hafi tólf milljónir verið geymdar um nótt á bifreiðaverkstæði, sem Jóni þyki sérkennilegt og hæpið „Mér finnst þetta svo skrýtið. Og það er skrýtið að bendla mig við þetta allt.“ „Ekki ég í þessu símtali“ Hinn ákæruliðurinn sem Jón Ingi var spurður út í var að mörgu leyti svipaður, en hann varðar tæplega 16,2 milljónir króna og flutning á peningunum um höfuðborgarsvæðið. Karl Ingi Vilbergsson vísaði til hljóðritaðs símtals þegar hann spurði Jón Inga út í málið. „Þetta er ekki ég í þessu símtali,“ sagði hann og bætti síðan við að hann gæti fullyrt það. Hann var spurður út í að hinn sakborningurinn hefði komið heim til hans. Jón Ingi sagði það vel geta passað. Sakborningurinn hafi stundum komið til hans, borðað langloku, drukkið kaffi og farið svo. „Hann var með bréfpoka með sér?“ spurði Karl Ingi. „Ætli það hafi ekki bara verið samloka?“ svaraði Jón Ingi. „Það er ekkert óeðlilegt að hann hafi komið heim til mín,“ sagði Jón Ingi sem gagnrýndi lögregluna. „Mér finnst löggan vera að reyna að setja mig í þetta hlutverk, og henni langar það svo rosalega mikið.“ Há en ekki óeðlileg upphæð Jafnframt gagnrýndi Jón Ingi að rúmlega 24 þúsund evrur sem væru í hans eigu hefðu verið gerðar upptækar af lögreglu. Hann sagðist hafa aflað þeirra með því að þjónusta erlenda laxveiðimenn víða um land, og fyrir það hefði hann fengið greitt í evrum því hann væri ekki með posa. Hann útskýrði að hann væri að leigja þessum mönnum búnað, kaupa mat handa þeim og áfengi. Jón Ingi sagðist hafa gert grein fyrir þessum tekjum í skattframtali. „Þetta er há upphæð, ég veit það, en þetta er ekki óeðlileg upphæð.“ Mikið að gera á verkstæðinu Pétur gaf einnig sína aðra skýrslu í dag. Hann var spurður út í meint peningaþvætti sem líkt og áður segir tengdist bílaverkstæði hans. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann hafi verið á vettvangi þegar peningurinn kom á verkstæðið. Það væri vegna þess að þegar hann væri að vinna væri mikið að gera hjá honum, og stundum væri hann ekki á sjálfu verkstæðinu heldur að sækja varahluti úti í bæ.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira