Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar 30. október 2024 11:17 Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun