Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 08:33 Skotmörk frá þjálfun lögreglumanna í notkun rafbyssna. Enginn hefur verið stuðaður með slíkri byssu eftir að lögreglumenn hófu að bera þær fyrir tveimur mánuðum. Vísir/Arnar Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega. Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Heimild til þess að lögreglumenn bæru og beittu rafbyssum tók gildi í janúar eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, breytti reglum um valdbeitingu lögreglumanna og beitingu á valdbeitingartækjum í desember 2022. Rafbyssurnar voru hins vegar fyrst teknar í notkun í byrjun september. Fram að þessu hafa lögreglumenn dregið rafbyssur sínar úr slíðri eða ræst þær fimmtán sinnum í níu málum samkvæmt skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hingað til hafi lögreglumenn ekki stuðað einstaklinga með slíkum byssum. Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur lýsti því fyrir dómi í september að lögreglumenn hefðu skotið hann með rafbyssu þegar hann var handtekinn í janúar. Í svari ríkislögreglustjóraembættisins er ítrekað að rafbyssur hafi ekki verið teknar í notkun fyrr en í september. Hins vegar megi vera að upplifun af því að verða fyrir svonefndu höggskoti sem sérsveit lögreglunnar hefur verið heimilt að nota frá árinu 2016 sé svipuð því og að verða fyrir rafbyssu. Hver byssa kostar meira en milljón Um fimm hundruð og fimmtíu lögreglumenn um allt landið hafa lokið þjálfun í meðferð og beitingu rafbyssa. Hundrað og tuttugu rafbyssur voru keyptar í ár en tíu til viðbótar verða keyptar næstu fjögur árin. Lögreglan greiðir 183 milljónir króna fyrir byssurnar samkvæmt samningi sem var gerður við bandaríska framleiðandann Axon um kaupin, meira en 1,1 milljón króna fyrir hverja byssu. Engin ófyrirséð vandamál hafa enn komið upp varðandi notkun rafbyssanna samvkæmt svari ríkislögreglustjóra. „Þar sem stutt er síðan rafvarnarvopnin voru fyrst tekin í notkun hér er ekki enn komin reynsla á þetta. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp en líkt og með önnur valdbeitingartæki lögreglu er fyrirséð að rafvarnarvopn virka ekki í öllum tilfellum. Því er mikilvægt að lögreglumenn hafi fjölbreytt úrval valdbeitingartækja til þess að grípa til við úrlausn mismunandi verkefna,“ segir í svarinu en lögreglan skilgreinir rafbyssurnar sem rafvarnarvopn. Ríkislögregluembættið hefur fullyrt að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssanna. Eftirlitið felist meðal annars í sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna. Þá hyggst embættið birta tölfræði um notkun vopnanna reglulega.
Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01 Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10. október 2024 08:01
Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28. nóvember 2023 19:20