Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Aron Guðmundsson skrifar 30. október 2024 19:33 Ómar Ingi Guðmundsson, fráfarandi þjálfari HK. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ómar Ingi Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari HK. Hann telur best núna að annar þjálfari taki við stjórnartaumum liðsins og segir að ákvörðun sín hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni. Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK. HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Greint var frá því í yfirlýsingu HK á þriðjudagskvöldið síðastliðið að Ómar Ingi myndi ekki halda áfram þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta sem að féll úr Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það var að ósk Ómars að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en hann hafði verið aðalþjálfari liðsins síðan árið 2022 og hafði það sama ár stýrt liðinu upp í efstu deild á nýjan leik. Ómar er HK-ingur út í gegn og hefur hann verið það frá sex ára aldri þegar að hann hóf að æfa fótbolta með félaginu sama ár og það var stofnað, á því herrans ári 1992. Síðan þá hefur Ómar átt feril hjá HK sem leikmaður, þjálfari hjá yngri flokkum félagsins og nú síðast sem aðalþjálfari. Rúmt þrjátíu ára samstarf að taka enda en bara tímabundið því HK verður alltaf hluti af Ómari. Klippa: Ómar Ingi: „Töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem það er í núna“ Ákvörðunin, að róa á önnur mið núna, á sér ekki langan aðdraganda. „Ég sagði það strax þegar að ég tók við liðinu að ef mér liði einhvern tímann eins og félagið væri mögulega betur statt eða í betri málum með einhvern annan við stjórnvölinn þá yrði ég líklegast sá fyrsti til að viðurkenna það og ræða,“ segir Ómar í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Um leið og sú hugmynd fór allt í einu að læðast að mér fannst mér réttast að vera bara hreinskilinn með það sem fyrst með stjórninni.“ Tap í lokaumferðinni gegn KR innsiglaði fall HK úr Bestu deildinni. Þó svo að HK hefði bjargað sér frá þá falli hefði niðurstaðan verið sú sama hjá Ómari. „Það hefði eiginlega gert þessa ákvörðun auðveldari ef við hefðum haldið okkur uppi. Það er töluvert erfiðara að skilja við liðið í þeirri stöðu sem að það er í núna, heldur en það hefði verið ef við hefðum haldið okkur uppi. Mér líður allavegana þannig. Eftir að hafa gert tímabilið upp síðustu daga. Að niðurstaðan hefði verið sú sama, sama hvort við hefðum fallið eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Ómar í heild sinni hér fyrir neðan, eða horfa á það í heild sinni hér fyrir ofan. Ykkar er valið en þar er rætt við Ómar um tímann hjá HK, ást hans á félaginu, ákvörðunina stóru sem og sýn hans á framhaldið, bæði hvað sig varðar en einnig HK.
HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira