Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 06:31 Bærinn Paiporta varð einna verst úti í flóðunum. Forsætisráðherra landsins, Pedro Sanchez, mun í dag heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum. Vísir/EPA Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri. Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Ekki hafa svo margir látist í flóðum á Spáni í áratugi. Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar. Pedro Sanchez, forsætisráðhera landsins, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann mun heimsækja miðstöð viðbragðsaðila í bænum Paiporta í dag en þar varð fólk hvað verst úti. Greint er frá á spænska miðlinum El País. Í frétt breska miðilsins Guardian segir að varnarmálaráðherra landsins hafi sagt í viðtali við útvarpsstöðina Cadena Ser að sérhæft leitarlið innan spænska hersins myndi í dag byrja að leita að fólki í drullu og rústum. Til þess myndu þau til dæmis nota leitarhunda. Hún sagði í viðtalinu yfirvöld ekki bjartsýn á að það finnist ekki fleiri látnir. Teymið verður með sér 50 færanleg líkhús. Meiri rigningu er spáð í dag í austurhluta Valencia sem varð verst úti. Í Tarragona og Castellón í norðaustri hafa verið gefnar út appelsínugular veðurviðvaranir. Í suðvestur hluta hafa verið gefnar út gular viðvaranir, þar er í Cádiz, Huelva og Sevilla samkvæmt spænska miðlinum El País. Mikill fjöldi fólks leitar nú að ástvinum sínum og auglýsir eftir þeim á samfélagsmiðlum. Seint viðbragð Í frétt Guardian segir að fólk velti því nú fyrir sér hvort eitthvað hafi brugðist í viðbrögðum yfirvalda. Hvort fólk hefði ekki átt að vera látið vita fyrr af hættunni. Rigningin hófst í upphafi vikunnar og leiddi svo til flóða. Gefin var út rauð veðurviðvörun á miðvikudag en það var svo aðeins um kvöldið sem að yfirvöld í héraðinu skipulögðu nokkuð viðbragð. Skilaboð til fólks um að yfirgefa ekki heimili sitt var ekki sent fyrr en eftir 20 um kvöldið og var of seint fyrir marga. Fólk festist á vegum og komst ekki neitt áfram. Ekki hafa verið svo slæmt flóð á Spáni síðan 1996 þegar 87 létust í flóðum á tjaldsvæði í Pyranees fjöllum. Styttra er frá hamfaraflóðum í Evrópu en árið 2021 létust 243 í flóðum í Þýskalandi, Belgíu, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki. Hlýnun Miðjarðarhafsins Hamfararigningin hefur verið tengd við fyrirbæri sem kallað er „gota fría“ eða „kaldi dropinn“ sem gerist þegar kalt loft fer yfir heitan sjóinn í Miðjarðarhafinu. Það valdi óstöðugleika í andrúmsloftinu sem leiði til þess að heitt og blautt loft rís hratt og veldur að lokum þungri rigningu og þrumuveðri. Í frétt Guardian segir að hlýnun Miðjarðarhafsins, sem eykur uppgufun vatns, spili lykilhlutverk í því að gera úrhellisrigningu alvarlegri.
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira