Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 20:37 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. vísir Formaður Læknafélags Íslands segir að það virði sem læknar skili út í samfélagið, skili sér ekki til baka í launaumslaginu. Launin geti verið há, en þá liggi mjög mikið vinnuálag að baki. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 83 prósent félagsmanna sem samningarnir ná til tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember og verða í nokkrum lotum. Fyrst 18.-21. nóvember, svo 2-5. desember. og þriðja lotan verður 16.-19. desember. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Verkfallsaðgerðirnar eru nánar útlistaðar í fréttinni hér: Verkfallsréttur lækna er þó takmarkaður. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir að í aðgerðunum verði lágmarksþjónusta ávallt tryggð. „Við erum með verkfallslista sem tryggir þessa lágmarksmönnum. Við höfum hlegið að því í gegnum tárin að á þeim er mönnunin oft betri en það sem við búum til dæmis á sumrin á Landspítala,“ segir Steinunn sem ræddi verkfallsaðgerðir og kröfur lækna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lengi að vinda ofan af biðlistum Verkfallsaðgerðirnar munu samt sem áður hafa áhrif, segir Steinunn. „Við fórum í sambærilegar aðgerðir fyrir 10 árum, sem var fyrsta verkfall lækna nokkru sinn. Það tók ansi langan tíma að vinda ofan af biðlistum og öðrum áhrifum þess verkfalls. Við vonum auðvitað í lengstu lög að við þurfum ekki að fara þessa leið.“ Varðandi launakröfur og hvort læknar séu almennt ekki með hærri laun en komi fram á launatöflum, vegna álags og mismunandi vakta, segir hún: „Þarna erum við að tala um grunnlaun lækna fyrir hundrað prósent vinnu, 40 tíma vinnuviku. Þegar maður er að horfa á þessar tölur verðum við að horfa á þær í þessu samhengi. Mjög margir sem við berum okkur saman við eru með styttri vinnuviku en það. Tímakaupið er því enn lægra í samanburðinum.“ Verðmætin birtist ekki í launaumslaginu „Auðvitað getur maður náð upp laununum sem læknir ef maður vinnur mjög mikið, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Tekur mjög mikið af aukavöktum. Heildarlaunin geta verið töluvert hærri en þá er yfirleitt mjög mikið vinnuálag þar að baki,“ segir Steinunn. Steinunn kveðst vona að læknar njóti enn trausts í samfélaginu og að stéttin sé enn aðdráttarafl, hvað sem breytingum á ásýnd stéttarinnar líður. „En launin hafa dregist aftur úr eins og hjá mörgum stéttum sem vinna með fólki. Því miður. Við erum að skapa gríðarlegt virði í samfélaginu, það er bara ekki í beinhörðum peningum eins og í sumum öðrum geirum. Það er sjaldnast horft á það, og það birtist ekki í launaumslaginu,“ segir Steinunn og bætir við að launalhækkun sé forsenda þess að hægt sé að laða fólk að í alþjóðlegri samkeppni um starfskrafta lækna.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira