Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega. Við slíkar kringumstæður skapast frjór jarðvegur fyrir ýmsar misskynsamlegar hugmyndir. Umræða um skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki er nú þegar farin að láta á sér kræla og mætti skilja sem svo að möguleikarnir séu óþrjótandi á hlaðborði nýrra skatta. Á hinn bóginn vantar aldrei hugmyndir um ný ríkisútgjöld og loforð um stóraukin framlög til allra opinberra kerfa án nokkurra áætlana um hvernig nýta eigi fjármuni betur. Svo má ef til vill búast við málflutningi um hvernig aðild að ESB og upptaka evru bætir hér lífsgæði nánast á einu augabragði. Allt eru þetta þekktar hugmyndir, jafnvel settar fram sem einfaldar töfralausnir, en reynslan sýnir að þær eru hvorki raunhæfar né líklegar til árangurs. Lykilverkefni stjórnmálanna næstu misseri er að tryggja umgjörð sem styður við lækkun verðbólgu og vaxta og skapa þannig skilyrði fyrir áframhaldandi lífskjarasókn. Ég trúi því að fátt hafi meiri áhrif á heimilisbókhald meginþorra fjölskyldna og rekstur fyrirtækja. Vaxtalækkunarferli er hafið. Eingöngu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum og skilvirkni í ríkisrekstri mun vaxtalækkunarferlið halda áfram. Hvorki stórauknir skattar né stóraukin ríkisútgjöld hjálpa til þar. Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni. Gleðilega kosningabaráttu! Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun