„Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 15:45 Theodór Elmar (t.h.) segir að í draumaheimi hefðu þeir Kjartan Henry (t.v.) lokið ferlinum saman hjá KR. Samsett/Vísir „Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu. Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira