Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 16:04 Svona mun rennibrautin líta út í sundlauginni í Þorlákshöfn þar sem stigahúsið verður 12 metra hátt og upphitað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta og hæsta vatnsrennibraut landsins verður í sundlauginni í Þorlákshöfn en Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur braut fyrir 150 milljónir króna, sem verða settar saman í eina. Stigahúsið upp í brautina verður tólf metra hátt. Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira