Martin leiddi sóknarleik liðsins og var stigahæsti leikmaður vallarins, auk þriggja stoðsendinga og eins frákasts. Næstur á eftir honum í liði Alba var Louis Olinde með 14 stig.
Þetta er besta stigasöfnun Martins síðan hann gekk aftur til liðs við þýska félagið í janúar frá Valencia. Á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað 14,5 stig að meðaltali í leik.
Alba Berlin hefur ekki farið vel af stað og aðeins unnið tvo af fimm deildarleikjum. Liðið situr eins og er í 12. sæti deildarinnar en á síðasta tímabili endaði það í 2. sæti og lék til úrslita.
Auk þess hefur liðið aðeins unnið einn af sjö leikjum í EuroLeague.