Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2024 11:44 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands segir ríkið þrýsta læknum út í harðari verkfallsaðgerðir en lagt var upp með, með því að lýsa því yfir að boðaðar aðgerðir séu ólöglegar. Stefnt er að því að hefja nýja atkvæðagreiðslu um verkföll lækna í dag, sem myndu hefjast seint í nóvember. Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“ Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Fulltrúar Læknafélagsins annars vegar og ríkisins funda nú hjá Ríkissáttasemjara og munu gera fram eftir degi. Í gær var greint frá því að Læknafélagið ætlaði að ráðast í nýja atkvæðagreiðslu um möguleg verkföll, þar sem ríkið teldi áður samþykkt verkföll stangast á við lög. Formaður félagsins segist ósammála túlkun ríkisins um að aðgerðirnar séu ólöglega boðaðar. „En bara til þess að tefja ekki frekar, þá ákváðum við eftir þessa skoðun okkar um helgina að fara í nýja atkvæðagreiðslu um nýja uppsetningu á okkar aðgerðum, í samræmi við þeirra athugasemdir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Ný atkvæðagreiðsla, sem stefnt er að því að hefja í dag, feli í sér frestun aðgerða um eina viku. „Þannig að í stað þess að við hefjum aðgerðir 18. nóvember, þá frestast þær til 25. nóvember, ef læknar samþykkja nýja aðgerðaáætlun.“ Breytingarnar sem gerðar voru til að bregðast við athugasemdum ríkisins, sem Læknafélagið telur þó ekki á rökum reistar, hafa í för með sér að ráðist verði í aðgerðir á öllum Landspítalanum samtímis, í stað þess að vera með aðgerðir á einstaka deild í einu. „Eins og þetta blasir við okkur þá þýðir þetta bara því miður harðari aðgerðir fyrr. Okkur þykir leitt að hafa á vissan hátt verið þrýst út í það, því við vitum að um viðkvæma starfsemi er að ræða, og hefðum viljað byrja varfærnislegar.“ Steinunn segir nokkuð langt hafa verið á milli deiluaðila að undanförnu. „En við sjáum hvað gerist núna, á allra næstu dögum.“
Læknaverkfall 2024 Heilbrigðiseftirlit Landspítalinn Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira