Jóhanna greindi ítarlega frá athöfninni í hringrásinni (e. story) á Instagram sem fór fram í heimahúsi.
Drengurinn er annað barn Jóhönnu og kærasta hennar, Geirs Ulrich, en fyrir eiga þau dótturina Tinnu Maríu.
Nánar vinkonur
Sunneva og Jóhanna eru afar nánar vinkonur og deila merkum tímamótum í lífi hvor annarrar á samfélagsmiðlum.
„Ef besta vinkona þín eignast barn, eignumst við barn,“ skrifaði Sunneva og deildi myndskeiði úr nafngjöfinni á samfélagsmiðilinn TikTok. Þar má sjá þegar hún setur vatn á höfuð Styrmis litla þar sem hann er í fanginu á pabba sínum.
Í lok október deildu vinkonurnar myndskeiði frá fæðingardeildinni þar sem Sunneva var Jóhönnu innan handar í gegnum fæðinguna.