Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2024 22:21 Talið er að kviknað hafi í sprengjunum á jörðu niðri vegna tafa á flugferð. EPA/TELENEWS Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. Eldsprengjurnar sprungu í tveimur húsum DHL í júlí. Önnur í Leipzig í Þýskalandi og hin í Birmingham Englandi. Litlu munaði að pakkarnir sem innihéldu sprengjurnar hefðu verið komnir um borð í flugvélar. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal hófst þá strax alþjóðleg leit að sökudólgunum og hafa spjótin nú beinst að rússneskum útsendurum. Rannsakendur og starfsmenn leyniþjónusta í Evrópu segja sprengjurnar hafa verið gerðar úr nuddtækjum sem komið var fyrir kveikibúnaði í. Pakkarnir tveir voru sendir frá Litháen og er talið að fyrstu tveir hafi verið tilraun varðandi það hvernig hægt væri að koma svona pökkum um borð í flugvélar til Bandaríkjanna. Lögregluþjónar í Þýskalandi eru sagðir hafa kannað sambærilegar eldsprengjur. Þær ku hafa innihaldið magnesíum, sem myndi gera fólki erfitt að slökkva eldinn með þeim slökkvitækjum sem finna má í flugvélum. Þess vegna væri neyðarlending mögulega eini kosturinn í stöðunni en slíkt gæti eðli málsins samkvæmt reynst erfitt yfir Atlantshafi. Sjá einnig: Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi WSJ hefur eftir yfirmanni einnar af leyniþjónustum Þýskalands að tilviljun hafi valdið því að ekki hafi kviknað í sprengjunum um borð í flugvélum. Það væri sökum þess að tafir hefðu orðið á einu flugi. Spjótin beinast að GRU Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna rannsóknarinnar og eru yfirvöld þar að leita að minnsta kosti tveggja manna til viðbótar, sem taldir eru halda til í öðrum ríkjum. Þá er haft eftir Pawel Szota, yfirmanni einnar af leyniþjónustum Póllands, að rússneskum njósnurum sé um að kenna. Hann segir einnig að ef árás af þessu tagi hefði heppnast hefði verið um gífurlega stigmögnun að ræða. „Ég er ekki viss um að pólitískir leiðtogar Rússlands séu meðvitaðir um afleiðingar þess ef einn þessara pakka hefði sprungið og valdið miklu mannfalli.“ Aðrir heimildarmenn WSJ hafa einnig bent á Rússa og þá sérstaklega GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Skripal, feðginunum, um ýmsar tölvuárásir og skemmdarverk í Evrópu. Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði á dögunum að starfsmenn leyniþjónusta Rússlands reyndu sífellt að valda usla á götum Evrópu og sagði hann útsendara GRU vera sérstaklega kræfa. Í mörgum tilfellum reyndu Rússar að leita til Glæpasamtaka og reyndu að fá meðlimi þeirra til að fremja myrkraverk þeirra. Það mætti að einhverju leyti rekja til þess hve mörkum rússneskum erindrekum, og þar á meðal njósnurum, hefði verið vísað frá Evrópu á undanförnum árum. Sjá einnig: Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Á undanförnum árum hafa Rússar einnig verið sakaðir um íkveikjur í Bretlandi og Tékklandi og árásir á pípur og ljósleiðara, auk þess sem þeir eru sagðir hafa átt við neysluvatn í Svíþjóð og Finnlandi. Þá voru Rússar fyrr á þessu ári sakaðir um ráðabrugg um að ráða forstjóra Rheinmetall, stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kanada Þýskaland Bretland Pólland Litháen Tengdar fréttir Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1. nóvember 2024 13:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Eldsprengjurnar sprungu í tveimur húsum DHL í júlí. Önnur í Leipzig í Þýskalandi og hin í Birmingham Englandi. Litlu munaði að pakkarnir sem innihéldu sprengjurnar hefðu verið komnir um borð í flugvélar. Samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal hófst þá strax alþjóðleg leit að sökudólgunum og hafa spjótin nú beinst að rússneskum útsendurum. Rannsakendur og starfsmenn leyniþjónusta í Evrópu segja sprengjurnar hafa verið gerðar úr nuddtækjum sem komið var fyrir kveikibúnaði í. Pakkarnir tveir voru sendir frá Litháen og er talið að fyrstu tveir hafi verið tilraun varðandi það hvernig hægt væri að koma svona pökkum um borð í flugvélar til Bandaríkjanna. Lögregluþjónar í Þýskalandi eru sagðir hafa kannað sambærilegar eldsprengjur. Þær ku hafa innihaldið magnesíum, sem myndi gera fólki erfitt að slökkva eldinn með þeim slökkvitækjum sem finna má í flugvélum. Þess vegna væri neyðarlending mögulega eini kosturinn í stöðunni en slíkt gæti eðli málsins samkvæmt reynst erfitt yfir Atlantshafi. Sjá einnig: Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi WSJ hefur eftir yfirmanni einnar af leyniþjónustum Þýskalands að tilviljun hafi valdið því að ekki hafi kviknað í sprengjunum um borð í flugvélum. Það væri sökum þess að tafir hefðu orðið á einu flugi. Spjótin beinast að GRU Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna rannsóknarinnar og eru yfirvöld þar að leita að minnsta kosti tveggja manna til viðbótar, sem taldir eru halda til í öðrum ríkjum. Þá er haft eftir Pawel Szota, yfirmanni einnar af leyniþjónustum Póllands, að rússneskum njósnurum sé um að kenna. Hann segir einnig að ef árás af þessu tagi hefði heppnast hefði verið um gífurlega stigmögnun að ræða. „Ég er ekki viss um að pólitískir leiðtogar Rússlands séu meðvitaðir um afleiðingar þess ef einn þessara pakka hefði sprungið og valdið miklu mannfalli.“ Aðrir heimildarmenn WSJ hafa einnig bent á Rússa og þá sérstaklega GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Skripal, feðginunum, um ýmsar tölvuárásir og skemmdarverk í Evrópu. Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, sagði á dögunum að starfsmenn leyniþjónusta Rússlands reyndu sífellt að valda usla á götum Evrópu og sagði hann útsendara GRU vera sérstaklega kræfa. Í mörgum tilfellum reyndu Rússar að leita til Glæpasamtaka og reyndu að fá meðlimi þeirra til að fremja myrkraverk þeirra. Það mætti að einhverju leyti rekja til þess hve mörkum rússneskum erindrekum, og þar á meðal njósnurum, hefði verið vísað frá Evrópu á undanförnum árum. Sjá einnig: Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Á undanförnum árum hafa Rússar einnig verið sakaðir um íkveikjur í Bretlandi og Tékklandi og árásir á pípur og ljósleiðara, auk þess sem þeir eru sagðir hafa átt við neysluvatn í Svíþjóð og Finnlandi. Þá voru Rússar fyrr á þessu ári sakaðir um ráðabrugg um að ráða forstjóra Rheinmetall, stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kanada Þýskaland Bretland Pólland Litháen Tengdar fréttir Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1. nóvember 2024 13:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. 24. október 2024 09:02
Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. 1. nóvember 2024 13:15