Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2024 10:36 Rasmus Paludan hefur sex sinnum verið dæmdur fyrir hatursorðræðu í Danmörku. EPA Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum. Dómstóllinn dæmdi Paludan í fjögurra mánaða fangelsi auk þess að greiða manni miskabætur. Sænskir fjölmiðlar segja að dómari hafi ákveðið að dæma Paludan í fangelsi þar sem hann hafi margoft áður hlotið dóm fyrir sambærileg brot í Danmörku. Paludan var mikið í fréttum í tengslum við óeirðir sem brutust út víða í Svíþjóð í kjölfar þess að hann lýsti því yfir að hann myndi standa fyrir kóranbrennum víða um landið. Á einum slíkum viðburði í Malmö um páskana 2022 kom Paludan með röð ummæla um múslíma sem saksóknari mat sem svo að væri hatursorðræða. Í september sama ár lét hann svo önnur ummæli falla um „araba og Afríkana“ sem saksóknari taldi einnig að flokkuðust sem hatursorðræða. Þá hafi Paludan einnig snúið sér að manni á einum viðburðinum og látið ýmis fúkyrði falla og var hann í morgun dæmdur til að greiða viðkomandi um 250 þúsund íslenskar krónur í miskabætur. Þetta er fyrsta sinn sem sænskur dómstóll dæmir í máli um hvort að kóranbrennur flokkist sem hatursorðræða og hvort verið sé með þeim að kynda undir kynþáttahatur. Svíþjóð Kynþáttafordómar Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Dómstóllinn dæmdi Paludan í fjögurra mánaða fangelsi auk þess að greiða manni miskabætur. Sænskir fjölmiðlar segja að dómari hafi ákveðið að dæma Paludan í fangelsi þar sem hann hafi margoft áður hlotið dóm fyrir sambærileg brot í Danmörku. Paludan var mikið í fréttum í tengslum við óeirðir sem brutust út víða í Svíþjóð í kjölfar þess að hann lýsti því yfir að hann myndi standa fyrir kóranbrennum víða um landið. Á einum slíkum viðburði í Malmö um páskana 2022 kom Paludan með röð ummæla um múslíma sem saksóknari mat sem svo að væri hatursorðræða. Í september sama ár lét hann svo önnur ummæli falla um „araba og Afríkana“ sem saksóknari taldi einnig að flokkuðust sem hatursorðræða. Þá hafi Paludan einnig snúið sér að manni á einum viðburðinum og látið ýmis fúkyrði falla og var hann í morgun dæmdur til að greiða viðkomandi um 250 þúsund íslenskar krónur í miskabætur. Þetta er fyrsta sinn sem sænskur dómstóll dæmir í máli um hvort að kóranbrennur flokkist sem hatursorðræða og hvort verið sé með þeim að kynda undir kynþáttahatur.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Trúmál Erlend sakamál Tengdar fréttir Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. 4. apríl 2023 10:14