Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2024 09:43 Hildur Kristín segir stóran hluta slysa vera rakinn til símanotkunar undir stýri. Vísir Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is. Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er töluvert algengara en fólk heldur að fólk sé í símanum undir stýri. Að tala í símann, skrifa skilaboð, skoða fréttir og skoða samfélagsmiðla,“ segir Hildur en 12 til 25 prósent slysa í umferðinni má rekja til símanotkunar. Skilaboðasendingar og myndbandsgláp Hildur segir að hún hafi tekið eftir breytingum á atferli ökumanna þegar kemur að símanotkun. Áður fyrr hafi það verið algengast að fólk hafi verið að tala í síma undir stýri. „Þetta er búið að breytast í að fólk sé að skrifa skilaboð. Ég hef meira að segja orðið vitni að því að fólk sé að skrifa skilaboð með báðum höndum og stýra með hné.“ Þá séu dæmi um að fólk horfi á myndbönd undir stýri. Sumir hafi jafnvel komið símunum áföstum við mælaborð. Það sé algengara að fólk sé með símann í hendinni og skoði samfélagsmiðla. „Segjum sem svo að þú sért á hámarkshraða, 60 kílómetra hraða á Suðurlandsbraut og þú horfir á símann þinn í 5,6,7 sekúndur, það getur þýtt 50,60,70 metrar þar sem þú ert ekki einu sinni að horfa fram fyrir þig. Það getur allt gerst í umferðinni, það getur allt gerst á ögurstundu, þú þarft að geta tekið ákvörðun og framkvæmt hana á nokkrum sekúndum. Þessar fimm, sex sekúndur eru farnar frá þér og þá getur ýmislegt gerst.“ 40 prósent geri þetta samt Hildur Kristín bendir á að nýverið hafi fallið dómur um banaslys þar sem ökumaður hafi verið í farsíma undir stýri. Við því að vera í síma undir stýri sé viðurlögin sekt upp á 40 þúsund krónur og punktur í ökuferilsskrá. „Samkvæmt könnun Samgöngustofu voru 98 prósent svarenda sem töldu þetta atferli hættulegt. Svo er alltaf einhver hluti sem gerir þetta samt,“ segir Hildur Kristín. Hún segir að það séu um 40 prósent sem geri þetta samt. Það sé áhyggjuefni en Hildur Kristín hvetur fólk til að kynna sér átak Samgöngustofu á vefnum skjahaetta.is.
Umferð Lögreglumál Umferðaröryggi Bítið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Sjá meira