Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hersveinn skrifa 8. nóvember 2024 08:01 Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Nagladekk Umhverfismál Samgöngur Reykjavík Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun