„Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. nóvember 2024 10:02 Fram kemur í stefnu að mótmælendur hafi einhverjir verið spreyjaðir með piparúða í nokkrar sekúndur. Vísir/Ívar Fannar Fyrirtaka fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli níu einstaklinga sem krefjast miskabóta vegna framgöngu lögreglu á mótmælum þann 31. maí í Skuggasundi, við fund ríkisstjórnarinnar, vegna ástandsins á Gasa. Þar voru um 40 mótmælendur beittir piparúða. Þrír fóru á slysadeild og tveir fengu aðhlynningu sjúkraliða á vettvangi. Hvert þeirra níu sem stefna krefst 800 þúsund króna í miskabætur og byggja kröfu sína á því að með framgangi sínum hafi lögreglumenn brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi og þannig skapað miskabótaábyrgð. Þá byggja þeir einnig stefnu sína á því að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi þeirra. Vísað er í stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu varðandi það. Varðandi fyrra atriðið er vísað í lögreglulög þar sem segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa en megi aldrei ganga lengra en þörf sé á hverju sinni. Þá er einnig bent á ákvæði í lögreglulögum þar sem segir að handhafa lögregluvalds beri að gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt sé eftir því sem stendur. Þá er einnig vísað til réttar fólks til að koma saman til að mótmæla. Friðsamleg mótmæli að leggjast í götuna Í stefnunni er ítrekað að það að leggjast í götu teljist til friðsamlegra mótmæla og sé ekki réttmætur grundvöllur slíkrar íhlutunar, að nota piparúða, af hálfu lögreglu við það tilefni. Þá er einnig bent á að bílar ráðherra hafi komist leiðar sinnar án vandræða. Því sé vandséð hvernig slíkt inngrip, að beita piparúða, hafi verið nauðsynlegt. Þá er jafnframt bent á að piparúði telst vopn í skilningi vopnlaga. Greint var frá því í sumar að nefnd um eftirlit lögreglu hefði tekið málið fyrir og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin. Lögregla var sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Sjá einnig: Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Í stefnu nímenninganna er farið ítarlega yfir málavexti og tímalínu atburðanna. Fjallað var ítarlega um mótmælin í fjölmiðlum þegar þau fóru fram og eru sönnunargögn til dæmis myndbönd sem voru tekin af viðstöddum og fréttamiðlum á staðnum. Stóðu á tveimur stöðum Fram kemur í stefnunni að mótmælendur hafi snemma morguns og að fundurinn hafi verið auglýstur á vettvangi Félagsins Ísland-Palestínu. Lögreglumenn voru viðstaddir og höfðu komið fyrir stálgrindaverkum fyrir ofan og neðan Skuggasund. Mótmælendur stóðu því ýmist neðar og norðar í brekkunni, við horn Skuggasunds og Sölvhólsgötu, eða ofar og sunnar, við horn Skuggasunds og Lindargötu. Þegar mest var af mótmælendum voru þau um 150 og í tveimur hópum. Hópurinn var fjölbreyttur, á öllum aldri og voru til að mynda foreldrar með börn í barnavögnum og kerrum á staðnum. Í stefnu segir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram og að mótmælendur hafi ekki, á neinum tímapunkti, reynt að brjótast í gegnum stálgrindaverk lögreglunnar eða til að veitast að lögreglu eða ráðherrum. Þrátt fyrir það hafi lögreglumenn verið með piparúða á lofti. Fyrst er í stefnu farið yfir atburðarásina við Lindargötu, sunnan Skuggasunds. Þar kemur fram að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi stálgrindaverkið verið fært, mótmælendur búað og sýnt þeim myndir og einn mótmælandi lagst fyrir bíl ráðherra. Hann hafi verið fjarlægður án vandræða. Eftir því sem leið á fund ráðherranna fækkaði mótmælendum. Í stefnu segir að um klukkan 9:45 hafi fáir tugir verið eftir og að mótmælendur hafi rætt um að pakka saman og hætta. Einhverjir hafi ákveðið að bíða til 10. Á þessum tímapunkti hafi skyndilega fjölgað í hópi lögreglumanna og einhverjir þeirra sett upp svartar lambhúshettur. Stigmagnast þegar fyrsti ráðherrabíllinn kemur Stuttu síðar kemur svo fyrsti bíllinn til að sækja ráðherrann af fundi. Við það ákváðu einhverjir mótmælenda, þar á meðal einn stefnandi, að leggjast í götuna. Lögregla ýtti þeim í burtu og hótaði að beita piparúða. Einhver þeirra sem lágu á götunni voru dregin á hælunum af lögreglumönnum til að mynda akstursleið. Eftir það komst ráðherrabíllinn leiðar sinnar. Í stefnunni segir að skyndilega eftir þetta hafi lögregla byrjað að beita mótmælendur piparúða. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að það hafi verið gert. Þarna hafi lögregla úðað í andlit nokkurra og þar af fjögurra stefnenda. Í stefnu segir að eftir að lögregla hóf þessar aðgerðir hafi myndast nokkuð öngþveiti á vettvangi. Mótmælendur hafi reynt að aðstoða félaga sína og hrópað að lögreglu. Nokkrum sekúndum síðar hafi lögregla svo byrjað að úða aftur, og þá, eins og segir í stefnunni, „af meira offorsi en áður“. Þá hafi lögregla úðað í það minnsta í andlit sjö stefnenda. Í stefnu segir að þessi aðgerð hafi staðið í um mínútu og að ekkert sýnilegt tilefni hafi verið fyrir slíkri valdbeitingu. „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim,“ segir í stefnunni. Hvað varðar atvik við Sölvhólsgötu, norðan Skuggasunds, kemur fram í stefnu að mótmælendur sem þar voru staddir hafi ekki séð vel hvað átti sér stað sunnan megin. Þar hafi ekki verið gerðar neinar tilraunir til að brjótast í gegnum grindaverk. Stuttu eftir atvikin sunnan megin hafi óeinkennisklæddur lögreglumaður hafið að skipa lögreglumönnum þar að úða piparúða á mótmælendur. Í stefnu segir að það gefi til kynna að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá lögreglu að beita úðanum. Beittu piparúða báðum megin Þegar fyrsti ráðherrabíllinn ætlaði að komast í gegn hjá mótmælendum þurfti að færa grindverkin en einn mótmælenda neitaði að færa sig. Nokkrum sekúndum síðar spreyjaði lögreglan piparúða í andlit mótmælandans af stuttu færi. Eftir að lögreglumaðurinn spreyjaði í andlit hennar kemur fram í stefnunni að hann hafi haldið áfram að ýta við henni, þrátt fyrir að hún sæi ekki, með þeim afleiðingum að hún lenti á grindverki. Eftir það hafi lögreglumaðurinn ýtt henni í gangstéttina og svo dregið hana, með aðstoð annars lögreglumanns. Hún hafi reynt að bera fyrir sig hendurnar en þá hafi fleiri lögreglumenn komið og einn þeirra svo dottið á hana. Aðrir mótmælendur reyndu að aðstoða en var ýtt í burtu. Eftir þetta urðu, samkvæmt stefnunni, frekari átök á milli fleiri stefnenda og lögreglunnar. Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. 31. maí 2024 19:45 Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. 31. maí 2024 15:53 Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. 31. maí 2024 11:21 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Hvert þeirra níu sem stefna krefst 800 þúsund króna í miskabætur og byggja kröfu sína á því að með framgangi sínum hafi lögreglumenn brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi og þannig skapað miskabótaábyrgð. Þá byggja þeir einnig stefnu sína á því að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi þeirra. Vísað er í stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu varðandi það. Varðandi fyrra atriðið er vísað í lögreglulög þar sem segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa en megi aldrei ganga lengra en þörf sé á hverju sinni. Þá er einnig bent á ákvæði í lögreglulögum þar sem segir að handhafa lögregluvalds beri að gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt sé eftir því sem stendur. Þá er einnig vísað til réttar fólks til að koma saman til að mótmæla. Friðsamleg mótmæli að leggjast í götuna Í stefnunni er ítrekað að það að leggjast í götu teljist til friðsamlegra mótmæla og sé ekki réttmætur grundvöllur slíkrar íhlutunar, að nota piparúða, af hálfu lögreglu við það tilefni. Þá er einnig bent á að bílar ráðherra hafi komist leiðar sinnar án vandræða. Því sé vandséð hvernig slíkt inngrip, að beita piparúða, hafi verið nauðsynlegt. Þá er jafnframt bent á að piparúði telst vopn í skilningi vopnlaga. Greint var frá því í sumar að nefnd um eftirlit lögreglu hefði tekið málið fyrir og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin. Lögregla var sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Sjá einnig: Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Í stefnu nímenninganna er farið ítarlega yfir málavexti og tímalínu atburðanna. Fjallað var ítarlega um mótmælin í fjölmiðlum þegar þau fóru fram og eru sönnunargögn til dæmis myndbönd sem voru tekin af viðstöddum og fréttamiðlum á staðnum. Stóðu á tveimur stöðum Fram kemur í stefnunni að mótmælendur hafi snemma morguns og að fundurinn hafi verið auglýstur á vettvangi Félagsins Ísland-Palestínu. Lögreglumenn voru viðstaddir og höfðu komið fyrir stálgrindaverkum fyrir ofan og neðan Skuggasund. Mótmælendur stóðu því ýmist neðar og norðar í brekkunni, við horn Skuggasunds og Sölvhólsgötu, eða ofar og sunnar, við horn Skuggasunds og Lindargötu. Þegar mest var af mótmælendum voru þau um 150 og í tveimur hópum. Hópurinn var fjölbreyttur, á öllum aldri og voru til að mynda foreldrar með börn í barnavögnum og kerrum á staðnum. Í stefnu segir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram og að mótmælendur hafi ekki, á neinum tímapunkti, reynt að brjótast í gegnum stálgrindaverk lögreglunnar eða til að veitast að lögreglu eða ráðherrum. Þrátt fyrir það hafi lögreglumenn verið með piparúða á lofti. Fyrst er í stefnu farið yfir atburðarásina við Lindargötu, sunnan Skuggasunds. Þar kemur fram að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi stálgrindaverkið verið fært, mótmælendur búað og sýnt þeim myndir og einn mótmælandi lagst fyrir bíl ráðherra. Hann hafi verið fjarlægður án vandræða. Eftir því sem leið á fund ráðherranna fækkaði mótmælendum. Í stefnu segir að um klukkan 9:45 hafi fáir tugir verið eftir og að mótmælendur hafi rætt um að pakka saman og hætta. Einhverjir hafi ákveðið að bíða til 10. Á þessum tímapunkti hafi skyndilega fjölgað í hópi lögreglumanna og einhverjir þeirra sett upp svartar lambhúshettur. Stigmagnast þegar fyrsti ráðherrabíllinn kemur Stuttu síðar kemur svo fyrsti bíllinn til að sækja ráðherrann af fundi. Við það ákváðu einhverjir mótmælenda, þar á meðal einn stefnandi, að leggjast í götuna. Lögregla ýtti þeim í burtu og hótaði að beita piparúða. Einhver þeirra sem lágu á götunni voru dregin á hælunum af lögreglumönnum til að mynda akstursleið. Eftir það komst ráðherrabíllinn leiðar sinnar. Í stefnunni segir að skyndilega eftir þetta hafi lögregla byrjað að beita mótmælendur piparúða. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að það hafi verið gert. Þarna hafi lögregla úðað í andlit nokkurra og þar af fjögurra stefnenda. Í stefnu segir að eftir að lögregla hóf þessar aðgerðir hafi myndast nokkuð öngþveiti á vettvangi. Mótmælendur hafi reynt að aðstoða félaga sína og hrópað að lögreglu. Nokkrum sekúndum síðar hafi lögregla svo byrjað að úða aftur, og þá, eins og segir í stefnunni, „af meira offorsi en áður“. Þá hafi lögregla úðað í það minnsta í andlit sjö stefnenda. Í stefnu segir að þessi aðgerð hafi staðið í um mínútu og að ekkert sýnilegt tilefni hafi verið fyrir slíkri valdbeitingu. „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim,“ segir í stefnunni. Hvað varðar atvik við Sölvhólsgötu, norðan Skuggasunds, kemur fram í stefnu að mótmælendur sem þar voru staddir hafi ekki séð vel hvað átti sér stað sunnan megin. Þar hafi ekki verið gerðar neinar tilraunir til að brjótast í gegnum grindaverk. Stuttu eftir atvikin sunnan megin hafi óeinkennisklæddur lögreglumaður hafið að skipa lögreglumönnum þar að úða piparúða á mótmælendur. Í stefnu segir að það gefi til kynna að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá lögreglu að beita úðanum. Beittu piparúða báðum megin Þegar fyrsti ráðherrabíllinn ætlaði að komast í gegn hjá mótmælendum þurfti að færa grindverkin en einn mótmælenda neitaði að færa sig. Nokkrum sekúndum síðar spreyjaði lögreglan piparúða í andlit mótmælandans af stuttu færi. Eftir að lögreglumaðurinn spreyjaði í andlit hennar kemur fram í stefnunni að hann hafi haldið áfram að ýta við henni, þrátt fyrir að hún sæi ekki, með þeim afleiðingum að hún lenti á grindverki. Eftir það hafi lögreglumaðurinn ýtt henni í gangstéttina og svo dregið hana, með aðstoð annars lögreglumanns. Hún hafi reynt að bera fyrir sig hendurnar en þá hafi fleiri lögreglumenn komið og einn þeirra svo dottið á hana. Aðrir mótmælendur reyndu að aðstoða en var ýtt í burtu. Eftir þetta urðu, samkvæmt stefnunni, frekari átök á milli fleiri stefnenda og lögreglunnar.
Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. 31. maí 2024 19:45 Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. 31. maí 2024 15:53 Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. 31. maí 2024 11:21 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50
Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. 31. maí 2024 19:45
Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. 31. maí 2024 15:53
Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. 31. maí 2024 11:21