Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 20:01 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands og Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun kalla eftir fleiri aðgerðum vegna vímuefnavandans hér á landi. Vísir Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum. Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum.
Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira