Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 17:00 Ingibjörg tryggði Bröndby sigur. Marco Steinbrenner/Getty Images Það var nóg um að vera hjá íslensku knattspyrnufólki í hinum og þessum deildum í Evrópu. Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring. Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur. Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024 Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum. Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024 Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í efstu deild kvenna í Danmörku mætti Íslendingalið Bröndby til Köge og mætti þar heimakonum í HB Köge. Fór það svo að gulklæddir gestirnir fóru heim með stigin þrjú þökk sé sigurmarki Ingibjargar Sigurðardóttur undir lok fyrri hálfleiks. Ingibjörg og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby og spiluðu allan leikinn í 1-0 sigri Bröndby sem er nú með 21 stig í 3. sæti, níu stigum minna en topplið Nordsjælland og Fortuna Hjörring. Í efstu deild kvenna á Ítalíu stóð Cecilía Rán Rúnarsdóttir vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Lazio 1-0. Heimakonur í Inter komust yfir eftir hálftímaleik og var 1-0 yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Megan Connolly fór á punktinn en Cecilía Rán gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Connolly og sá þar með til þess að Inter hélt hreinu í leiknum og vann 1-0 sigur. Terminé : 🇮🇹 Inter Milan 1-0 Lazio 🇮🇹L'Inter Milan s'arrache pour remporter 3 points précieux qui lui permet de remonter sur le podium de Serie A ✅La Lazio a poussé en seconde mi-temps avec un poteau de Le Bihan et un penalty de Connoly stoppé par Rán Rúnarsdóttir mais doit… pic.twitter.com/6ouihHBjWE— Femmes Foot News 📰 (@femmesfootnews) November 10, 2024 Að loknum níu leikjum loknum er Inter með 18 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Í Svíþjóð tapaði Brommapojkarna 2-1 fyrir Malmö á útivelli. Hlynur Freyr Karlsson lagði upp mark gestanna í leiknum. Wilmer Odefalk är kylig när han reducerar till 2-1 för BP precis innan halvtidsvilan! 🔴⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7d4hq36xk4— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 10, 2024 Hlynur Freyr og félagar enda tímabilið í 10. sæti með 34 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sævar Atli Magnússon skoraði mark Lyngby og fiskaði víti undir lokin sem gaf liðinu jöfnunarmarkið og mikilvægt stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. nóvember 2024 14:59