Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 20:17 Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Formaður Landverndar segir það þversagnakennt hve lítið sé talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni, í ljósi þess að lofstlagsváin hafi aðeins orðið meiri á undanförnum árum. „Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Þegar við skoðum stefnunar sjáum við að þetta er ansi mismunandi mikið í hávegum haft,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við fréttastofu og vísar til fréttar Rúv um að fjögur framboð til alþingiskosninga séu andvíg eða láti sér fátt um finnast um loftslagsmál. Eru það Flokkur fólksins og Miðflokkur, auk Lýðræðisflokssins og Ábyrgrar framtíðar. Björg Eva bendir á að ekki sé minnst á loftslagsmál í stefnu Flokks fólksins. „„Nýtum og njótum“ stóð í stefnu Miðflokksins. Ásamt áformum um að koma á sérlögum til að koma virkjunum af stað. Það eru nokkrir flokkar sem halda að loftslagsmál séu bara orkuskipti. Bara virkja, virkja, virkja og þá verður allt grænt. En það er auðvitað ekki þannig.“ Það sé lítið talað um loftslagsmálin í kosningabaráttunni enn sem komið er. „Þeir mælast með mikið fylgi, flokkar sem leggja á þetta litla áherslu, eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Flokkar sem virðast hafa litlar áhyggjur af þróuninni,“ segir Björg Eva og bætir við: „Það er samt skrýtið að þetta skuli vera minna mál í hugum flokkanna núna, þegar þetta er orðið stærra vandamál. Það er ansi skuggalegt. Ár eftir ár nást ekki loftslagsmarkmiðin, það þarf að gera hluti hraðar til að ekki fari illa. Á sama tíma minnkar áherslan, það er ákveðin þversögn í því.“ Hún bendir þó á að kosningabaráttan hafi skollið á hratt. „Kannski er það frekar tilviljanakennt, hver stóru málin eru í þessari kosningabaráttu. Það er miklu auðveldara að ræða mál eins og útlendingamálin, en til dæmis lofstlagsmál sem eru flókin.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Flokkur fólksins Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira