Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 20:01 Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni. Martin Rickett/Getty Images Ruud van Nistelrooy stýrði Manchester United til 3-0 sigurs í því sem var hans síðasti leikur sem aðalþjálfari liðsins. Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira