Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Richard Dumas í baráttu við Scottie Pippen í úrslitum NBA-deildarinnar vorið 1993. vísir/getty Í Bónus Körfuboltakvöldi valdi Teitur Örlygsson úrvalslið uppáhalds samherja sinna á ferlinum. Einn þeirra spilaði í úrslitum NBA-deildarinnar. Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira