Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 11:47 Tisza-flokkur Peters Magyar hefur mælst stærri en FIdesz-flokkur Orbán í nýlegum skoðanakönnunum. Næst verður kosið í Ungverjalandi árið 2026. Vísir/EPA Leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar sakar ríkisstjórn Viktors Orbán forsætisráðherra um að njósna um sig og aðstoðarmenn sína. Líkir hann hlerununum við Watergate-hneykslið sem felldi Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta. Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos. Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos.
Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira