Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 11:47 Tisza-flokkur Peters Magyar hefur mælst stærri en FIdesz-flokkur Orbán í nýlegum skoðanakönnunum. Næst verður kosið í Ungverjalandi árið 2026. Vísir/EPA Leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar sakar ríkisstjórn Viktors Orbán forsætisráðherra um að njósna um sig og aðstoðarmenn sína. Líkir hann hlerununum við Watergate-hneykslið sem felldi Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta. Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos. Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Péter Magyar, leiðtogi Tisza-flokksins, bar ásakanir sínar fram á fréttamannafundi í Búdapest í gær. Fullyrti hann að þjóðhollir leyniþjónustumenn hefðu upplýst sig um að íbúð sín, skrifstofur flokksins og farartæki hefðu verið hleruð um margra mánaða skeið. Orbán sjálfur hefði vitað af hlerunum. Magyar lagði þó ekki fram frekari sannanir fyrir máli sínu. Sakaði Magyar ríkisstjórnina um að ætla að koma höggi á sig með blöndu af raunverulegum upptökum og hljóðbrotum sem væru fölsuð með hjálp gervigreindar. Þá hélt hann því fram að Fidesz-flokkur Orbán hefði greitt fyrrverandi kærustu sinni til þess að taka upp samtöl við hann á laun. „Ríkisstjórnin vill þagga niður í okkur en það er ekki hægt að þagga niður í milljónum manna,“ sagði Magyar sem kallaði njósnirnar „ungverskt Watergate-mál“. Watergate-hneykslið snerist að hluta til um símahleranir skósveina Richards Nixon um Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Nixon sagði af sér embætti vegna tilrauna sinna til þess að hylma yfir óþverrabrögð sem endurkjörsnefnd hans beitti árið 1974. Talsmaður ríkisstjórnarinnar gerði lítið úr ásökunum Magyar. „Einhver hefur horft á of margar njósnamyndir í leiðindum sínum,“ hefur Politico eftir Eszter Vitályos.
Ungverjaland Mannréttindi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira