Tilkynnt hafi verið um sjö umferðarslys. Ekki hafi verið um alvarleg slys á fólki að ræða en í einu tilfellinu sé ökumaður grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að átta ökumenn hafi verið kærðir fyrir að aka of hratt og að sá sem hraðast ók hafi mælst á 124 kílómetra hraða á klukkustund.
Hópslagsmál í partýi
Þá greinir lögreglan frá því að hún hafi verið kölluð til vegna hópslagsmála við heimili. Þar tókust nokkrir aðilar á í partýi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.