Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2024 20:05 Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og bóndi á Stokkseyrarseli við póstkassann, sem krummarnir eru duglegir að opna þegar þau Sigurður Torfi sjá ekki til þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira