Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mál sem hefur verið fjallað um í Heimildinni um stöðuveitingu þingmanns hugarburð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira