Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:46 Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Núna eru Alþingiskosningar á næsta leiti og flokkarnir í óða önn að gera sig klára fyrir lokasprettinn. Frambjóðendur keppast við að ræða við kjósendur um stefnumál sín og hvað sé best fyrir Ísland. En hvaða málefni eru það sem skipta mestu? Hvernig viljum við hafa framtíðina? Vextir og verðbólga er eitt af því sem þarf að ná tökum á til þess að bæta lífskjör almennings. En þá má spyrja hver sé hinn stóri orsakavaldur hárra vaxta og verðbólgu síðustu missera. Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt, íslenska krónan. Krónan er eins og sakir standa að sliga íslensk heimili og kostar ríki og sveitarfélög tugi, ef ekki hundruð milljarða á ári. Það þjónar hagsmunum og lífsgæðum okkar allra ef við gætum nýtt þessar fjárhæðir í önnur og mikilvægari verkefni, bæði í þágu fyrirtækja og heimila og styrkt um leið grunnstoðir samfélagsins. Heilbrigðismál, sérstaklega geðheilbrigðismál, eru eitt af því sem þarf að gera gangskör í að styrkja. Til að mynda þarf að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og taka á biðlistum sem eru orðnir allt of langir og virðast því miður lengjast ár frá ári. Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er eitt þeirra mála sem lagt var fram og samþykkt einróma við þinglok vorið 2020. Þingheimur var sammála um þetta mikilvæga mál, en hvað svo? Í stað þess að láta kné fylgja kviði, var málinu ýtt til hliðar og því liggur það nú ofan í skúffu, ófjármagnað. Þessu þurfum við að breyta. Það er lífsnauðsynlegt. Frelsi og frjálslyndi eiga undir högg að sækja og sáum við það einna helst í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Við eigum að tala fyrir frelsi og samkeppni, þannig sköpum við tækifæri fyrir komandi kynslóðir og ýtum undir nýsköpun. Þetta eru einungis nokkur af þeim mikilvægu málum sem fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki sinnt nægilega vel síðustu sjö árin. Fráfarandi ríkisstjórn má auk þess lýsa sem ferðafélögum á afleitri vegferð eða fararstjórn þar sem hópurinn villist af leið, enda ferðalýsing ómarkviss og tilviljanakennd. Gerum betur – breytum þessu Höfundur er viðskiptafræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun