Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2024 00:08 Davíð Þór Jónsson og Finnur Ricard Andrason ræddu komandi kosningar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. „Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira