Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Sem fjölmiðlamaður hef ég starfað við að spyrja stjórnmálahöfðingja um viðbrögð við vaxtastiginu hér á Djöflaeyjunni undangengin misseri. Ef þingmenn Flokks fólksins og einstaka þingmenn aðrir eru undanskildir hafa málsvarar hins skulduga almennings í hópi þingmanna verið harla fáir. Furðulítið hefur verið um gagnrýni botnlausra vaxtahækkana og tregðu til að lækka þá aftur innan veggja Alþingis. Ítrekuð mistök Seðlabankans Vandi hinna skuldugu og eignalitlu hér á landi er að slektið í Seðlabankanum er af svipuðu sauðahúsi og menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð. Slektið tekur pólitískar ákvarðanir sem markast af elítísku viðhorfi til ólíkra hópa samfélagsins, þar sem aðeins er borin virðing fyrir sumum okkar. Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið á skjön við alla aðra seðlabanka. Samt hefur Seðlabankinn varla mætt nokkurru gagnrýni af hálfu hins pólitíska meirihluta á Alþingi. Ítrekuð mistök bankans hafa valdið almenningi tjóni og stórskaðað þjóðarhag, líkt og Stefán Ólafsson prófessor emeritus hefur ítrekað skrifað um án þess að hrakið hafi verið. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur síendurtekið reynt að verja óverjandi ákvarðanir hafa fæstir þingmenn hins fallna meirihluta tekið sér stöðu með fólki sem stríðir við greiðsluvanda, hinum grálúsuga eignalitla almenningi sem á ekkert gott skilið en vann sér þó ekki annað til sakar en að gera það sem hin fallna ríkisstjórn sagði almenningi að gera: Að fjárfesta eftir föngum í steypu. Því framvegis yrði Ísland land lágvaxtanna. Er hægt að treysta fólki sem aðeins korteri fyrir kosningar heitir breytingum sem raunverulega bæti hag hins óinnvígða almennings? En vill þó ekki sýna nema að litlu leyti á spilin. Um stöðu leigjenda og mannvonsku sem felst í því að ríkisstjórnin hafi ekki komið á leiguþaki segir jafnvel enn stærri sögu um viðhorf hinna ráðandi. Ömurlega sögu um viðhorf gagnvart þeim hópum sem hafa minnst milli handanna. Hvað skyldi þessu fólki í raun finnast um öryrkja, aldraða, sjúka og fátæka? Eitt land, einn Bjarni, tvær þjóðir Ofurvextir hafa um allt of langt skeið nagað upp og eytt þeirri litlu eign sem sumar fjölskyldur höfðu áður náð að nurla saman í húsnæði með harðfylgi og þrautseigju. En aldrei höfum við þó hin síðari ár séð oddvita flokkanna taka utan um eigin þjóð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna oh hugga landsmenn. Aldrei horfði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra djúpt í augun á þjóð sinni og sagði: „Við vitum að sultaról skuldugra er í botni, þið eigið bágt, við vitum að það sem við hafið lagt á ykkur okkar vegna er óverjandi en við vonum að það sé aðeins tímabundið.“ Bjarni talar bara til auðmagnseigenda, atvinnurekenda og flokksmanna. Hann talar til þeirra sem eiga landið og miðin. Sum börn geti frosið úti Stóra verkefnið nú er að setja framtíð komandi kynslóða á oddinn í kosningabaráttunni. Að það skuli nánast alfarið ráðast af efnahag foreldra hvaða íslensku börn muni fá þak yfir höfuðið í framtíðinni er svo rosalegt að það hvarflar að manni að efnahagsleg stéttaskipting hafi beinlínis verið sett á dagskrá. Auðvitað spilar inn í að sum sveitarfélög hafa staðið sig afar illa í að brjóta land, skaffa lóðir og taka utan um íbúana með sama hætti og ráðherrar hefðu átt að gera. En ætlum við virkilega að umbera það að fjölda íslenskra barna sé sagt að éta það sem úti frýs, að fjölda barna sé ekki til búsetu boðið í eigin landi? Að efnahagur foreldra ráði öllu um hvaða börn eiga skilið að búa í okkar fallega landi, er ekki ólíkt því ef ráðamönnum dytti í hug að útdeila neysluvatni eða súrefni til borgaranna eftir efnahag. Hvernig myndi Seðlabankinn bregðast við því? Hverjr eru traustsins verðir? Ef áfram verður aðeins hugað að útsæði hinna ríku og ráðandi, verður venjulegu ungu fólki sá nauðugur kostur einn að flýja unnvörpum til útlanda. Enda er landflóttinn hafinn og mun að óbreyttu fara vaxandi. Stöndum með þeim sem hafa sýnt að verðskuldi traust almennings. Kjósum þá fulltrúa sem raunverulega huga að hagsmunum almennings. Upp er runninn tími þeirra sem sætta sig ekki lengur við að greiða okurleigu fyrir ömurlegt húsnæði, þeirra sem glíma við stökkbreytt lán, þeirra sem eiga ekki annað en baráttugleðina, hugrekkið og sjálfsvirðinguna í brjósti. Setjum x við breytingar 30. nóvember næstkomandi. Færum fólkinu á ný það sem fólkið á skilið. Höfundur er blaðamaður og höfundur spillingarsögunnar Besti vinur aðal og skipar þriðja sætið hjá Flokki fólksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Sem fjölmiðlamaður hef ég starfað við að spyrja stjórnmálahöfðingja um viðbrögð við vaxtastiginu hér á Djöflaeyjunni undangengin misseri. Ef þingmenn Flokks fólksins og einstaka þingmenn aðrir eru undanskildir hafa málsvarar hins skulduga almennings í hópi þingmanna verið harla fáir. Furðulítið hefur verið um gagnrýni botnlausra vaxtahækkana og tregðu til að lækka þá aftur innan veggja Alþingis. Ítrekuð mistök Seðlabankans Vandi hinna skuldugu og eignalitlu hér á landi er að slektið í Seðlabankanum er af svipuðu sauðahúsi og menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð. Slektið tekur pólitískar ákvarðanir sem markast af elítísku viðhorfi til ólíkra hópa samfélagsins, þar sem aðeins er borin virðing fyrir sumum okkar. Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið á skjön við alla aðra seðlabanka. Samt hefur Seðlabankinn varla mætt nokkurru gagnrýni af hálfu hins pólitíska meirihluta á Alþingi. Ítrekuð mistök bankans hafa valdið almenningi tjóni og stórskaðað þjóðarhag, líkt og Stefán Ólafsson prófessor emeritus hefur ítrekað skrifað um án þess að hrakið hafi verið. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur síendurtekið reynt að verja óverjandi ákvarðanir hafa fæstir þingmenn hins fallna meirihluta tekið sér stöðu með fólki sem stríðir við greiðsluvanda, hinum grálúsuga eignalitla almenningi sem á ekkert gott skilið en vann sér þó ekki annað til sakar en að gera það sem hin fallna ríkisstjórn sagði almenningi að gera: Að fjárfesta eftir föngum í steypu. Því framvegis yrði Ísland land lágvaxtanna. Er hægt að treysta fólki sem aðeins korteri fyrir kosningar heitir breytingum sem raunverulega bæti hag hins óinnvígða almennings? En vill þó ekki sýna nema að litlu leyti á spilin. Um stöðu leigjenda og mannvonsku sem felst í því að ríkisstjórnin hafi ekki komið á leiguþaki segir jafnvel enn stærri sögu um viðhorf hinna ráðandi. Ömurlega sögu um viðhorf gagnvart þeim hópum sem hafa minnst milli handanna. Hvað skyldi þessu fólki í raun finnast um öryrkja, aldraða, sjúka og fátæka? Eitt land, einn Bjarni, tvær þjóðir Ofurvextir hafa um allt of langt skeið nagað upp og eytt þeirri litlu eign sem sumar fjölskyldur höfðu áður náð að nurla saman í húsnæði með harðfylgi og þrautseigju. En aldrei höfum við þó hin síðari ár séð oddvita flokkanna taka utan um eigin þjóð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna oh hugga landsmenn. Aldrei horfði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra djúpt í augun á þjóð sinni og sagði: „Við vitum að sultaról skuldugra er í botni, þið eigið bágt, við vitum að það sem við hafið lagt á ykkur okkar vegna er óverjandi en við vonum að það sé aðeins tímabundið.“ Bjarni talar bara til auðmagnseigenda, atvinnurekenda og flokksmanna. Hann talar til þeirra sem eiga landið og miðin. Sum börn geti frosið úti Stóra verkefnið nú er að setja framtíð komandi kynslóða á oddinn í kosningabaráttunni. Að það skuli nánast alfarið ráðast af efnahag foreldra hvaða íslensku börn muni fá þak yfir höfuðið í framtíðinni er svo rosalegt að það hvarflar að manni að efnahagsleg stéttaskipting hafi beinlínis verið sett á dagskrá. Auðvitað spilar inn í að sum sveitarfélög hafa staðið sig afar illa í að brjóta land, skaffa lóðir og taka utan um íbúana með sama hætti og ráðherrar hefðu átt að gera. En ætlum við virkilega að umbera það að fjölda íslenskra barna sé sagt að éta það sem úti frýs, að fjölda barna sé ekki til búsetu boðið í eigin landi? Að efnahagur foreldra ráði öllu um hvaða börn eiga skilið að búa í okkar fallega landi, er ekki ólíkt því ef ráðamönnum dytti í hug að útdeila neysluvatni eða súrefni til borgaranna eftir efnahag. Hvernig myndi Seðlabankinn bregðast við því? Hverjr eru traustsins verðir? Ef áfram verður aðeins hugað að útsæði hinna ríku og ráðandi, verður venjulegu ungu fólki sá nauðugur kostur einn að flýja unnvörpum til útlanda. Enda er landflóttinn hafinn og mun að óbreyttu fara vaxandi. Stöndum með þeim sem hafa sýnt að verðskuldi traust almennings. Kjósum þá fulltrúa sem raunverulega huga að hagsmunum almennings. Upp er runninn tími þeirra sem sætta sig ekki lengur við að greiða okurleigu fyrir ömurlegt húsnæði, þeirra sem glíma við stökkbreytt lán, þeirra sem eiga ekki annað en baráttugleðina, hugrekkið og sjálfsvirðinguna í brjósti. Setjum x við breytingar 30. nóvember næstkomandi. Færum fólkinu á ný það sem fólkið á skilið. Höfundur er blaðamaður og höfundur spillingarsögunnar Besti vinur aðal og skipar þriðja sætið hjá Flokki fólksins í Reykjavík norður.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun