Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 16:19 Vladimír Pútín og Olaf Scholz. AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira