Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 16:15 Aron Einar Gunnarsson er meðal allra leikjahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi og getur jafnað Rúnar Kristinsson á morgun, með því að spila sinn 104. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið í dag, eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki. Getty/Will Palmer Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira