Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 23:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, og nýju bikarinn sem er vel merktur honum. Getty/Rob Kim/FIFA Gianni Infantino, forseti FIFA, kynnti í vikunni nýjan og glæsilegan bikar sem keppt verður um í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða næsta sumar. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024 HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Sjá meira