Vinnumarkaðssérfræðingur segir útfærslu á verkfalli kennara ekki líklega til að ná fram kröfum stéttarinnar. Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar.
Þá verðum við í Hörpu þar sem jólabókaflóðið rann formlega af stað á degi íslenskrar tungu, hittum mann sem ætlar að ganga upp og niður Garðskagavita á hverjum degi í heilt ár og sjáum þegar jólakötturinn var tendraður á Lækjartorgi í Reykjavík í dag.